Beint í efni

Stjórnarfundir – 9. 2005/2006

03.03.2006

Stjórnarfundur í LK 3.3.2006. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhannes Jónsson og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK sem ritaði fundargerð. Fundur hófst kl. 10.10.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1. Rætt um form fundargerða. Stjórn sammála um að gott væri að eiga nákvæmari skráningu en birt væri á vefnum.
2. Saga nautgriparæktar á Íslandi í örstuttu máli. Bjarni Guðmundsson, Páll Svavarsson og Þórólfur Sveinsson annast samantektina sem verður á glæruformi.
3. Staðan á nautakjötsmarkaðnum. Formaður greindi fundarmönnum frá samtali við Ólaf Friðriksson deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Ráðuneytið hyggst leyfa innflutning á hakki á tilteknum tolli fram í júnímánuð, 351 kr. á kg. Veruleg minnkun er á innlögðu nautakjöti í janúar eða 21% m.v. janúar 2005. Skortur á nautgripakjöti er raunverulegur. 4. Greiðsla fyrir umframmjólk og hvatningarálag. Stjórnin lýsti ánægju með að nú er búið að taka ákvörðun um að greiða fyrir alla umframmjólk á þessu verðlagsári, bæði prótein og fitu.
5. Gripagreiðslur. Undirbúningur í algeru uppnámi, viðmiðunartími, hver á að sjá um málið, hverjir þurfa að sækja um gripagreiðslur. Eðlilegt að þeir nautgripabændur sem ekki eru handhafar beinna greiðslna í mjólk sæki um gripagreiðslur. Ef ekkert verður búið að gera eitthvað í málinu fyrir aðalfund, er eðlilegt að LK sæki um að mjólkursamningnum verði breytt og gripagreiðslum verði seinkað um ár. Landssambandið hefur greitt fyrir málinu eins og kostur er.
6. Formaður reifaði mál sem leggja skal fyrir aðalfund. Aðalfundur taki afstöðu til upptöku á EUROP mati í nautakjöti. Viðmiðun A-greiðslna, framleiðsluskylda 90 eða 95%. Innflutningur erfðaefnis til kynbóta á kúastofninum en ályktanir um það mál hafa borist til LK síðustu mánuði.
7. Ályktun um fóðurtolla frá FKS. Sigurður Loftsson skýrði frá því að von væri á annarri ályktun frá FKS til aðalfundar, um afnám fóðurtolla.
8. Önnur mál. Rætt um hvort LK eigi að koma að fjármögnun afmælishátíðar að einhverju leyti. Einnig farið yfir hverjum LK bjóði á árshátíð. Fara yfir hverjir hafa verið forsvarsmenn félagsins. Viðurkenningar LK: verður skráð síðar. 

9. Mjaltir í Kastljósi RUV. Framkvæmdastjóra þökkuð aðkoma að innslagi í Kastljós RUV þann 27. febrúar sl. Þátturinn hefur hlotið jákvæð viðbrögð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12.45.

 

Baldur Helgi Benjamínsson.