Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 6. 2005/2006

13.12.2005

Sjötti fundur stjórnar LK starfsárið 2005/2006 var haldinn sem símafundur þriðjudaginn 29. nóvember 2005 og hófst hann klukkan 13:00. Mætt voru á línuna: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhannes Jónsson og Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, sem ritaði fundargerð. Þá var Baldur Helgi Benjamínsson, tilvonandi framkvæmdastjóri LK, einnig á línunni.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Verðlagsmál
Formaður fór yfir stöðu mála í Verðlagsnefnd. Í fyrsta lagi hvaða upplýsingar lægju fyrir um verðþróun, síðan  hvaða sjónarmið hefðu komið fram hjá aðilum í nefndinni og hvernig hann mæti möguleika til að ná fram leiðréttingu á verði til framleiðenda. Stjórnarmenn fóru yfir stöðuna og lögðu áherslu á að reynt yrði að ná sem mestu af leiðréttingarþörf bænda. Fundarmenn fékk hann umboð stjórnar til þess að ganga frá samkomulagi ef til þess kæmi að taka þyrfti ákvörðun með stuttum fyrirvara.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 13:20
Snorri Sigurðsson