Beint í efni

Stjórnarfundir – 2. fundur 2004/2005

06.08.2004

Annar fundur stjórnar LK starfsárið 2004/2005 var haldinn föstudaginn 6. ágúst 2004 og hófst hann klukkan 10:30. Mætt voru: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Kristín Linda Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson og Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, sem ritaði fundargerð. Fundurinn var haldinn að Hvanneyri í tilefni af því að kl. 14 þennan dag var vígt þar nýtt nýs kennslu- og tilraunafjós og er þar náð langþráðum áfanga.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Staða nokkurra mála
Formaður fór yfir nokkur mál sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi, en eftir að vinnu lauk við nýjan mjólkursamning lauk hefur gefist tími til að vinna að ýmsum málum sem ekki gafst tími til á meðan mjólkursamningamál voru í algleymingi.

a. Skildumerkingar
Nokkuð var rætt um skyldumerkingar og breytingar á reglugerð um merkingar vegna sauðfjárræktar.

b. Greiðslumark næsta árs
Dreift var upplýsingum frá SAM varðandi áætlun um sölu mjólkurafurðar fyrir verðlagsárið 2004/2005. Á grundvelli þeirra upplýsinga lagði Framkvæmdanefnd búvörusamninga til við ráðherra að greiðslumark verði aukið í 106 milljónir lítra fyrir verðlagsárið 2004/2005. Ráðherra hefur nú gefið út reglugerð um greiðslumark næsta verðlagsárs þar sem greiðslumarkið er 106 milljónir lítra.


2. Verðlagsmál mjólkur
Formaður hvað ekki hafa verið fundað í nýrri Verðlagsnefnd, en reikna má með því að hækkunarþörf mjólkur falli nokkuð að almennum verðlagsbreytingum hérlendis.

 

3. WTO
Fundarmenn höfðu fengið send gögn fyrir fundinn um nýtt samkomulag innan WTO, en rammasamningurinn er mjög opinn og í dag óljóst hver raunveruleg áhrif verða hérlendis. Formanni og framkvæmdastjóra var falið að ræða málið við starfsfólk í landbúnaðarráðuneytinu og framkvæmdastjóra falið að taka saman yfirlit um rammasamninginn og hugsanleg áhrif hans á nýjan mjólkursamning.

 

4. Málþing um markaðsmál mjólkurinnar
Málið var rætt og ákveðið að fela framkvæmdastjóra og Kristínu Lindu að móta verkefnið og gera tillögu til stjórnar LK.

 

5. Opinn fundur um markmið fagstarf og rannsókna í nautgriparækt næstu misseri og ár
Fagráð í nautgriparækt áformar að gangast fyrir fundi um markmið fagstarfs og rannsókna í nautgriparækt næstu misseri og ár. Talið er heppilegt að fundurinn verði haldinn  seinnipart nóvembermánaðar.

 

6. Ræktunarafmæli
Á næsta ári eru liðin 100 ár frá lagasetningu um ræktunarmál hérlendis. Hugmyndin er leita samstarfs við nokkra aðila um að minnast þessarra tímanóta, m.a. að útbúa veggspjöld um söguna og var formanni falið að þróa hugmyndina áfram.

 

7. Umsókn um stuðning SAM vegna vinnu við mjólkursamning
Framkvæmdastjóri dreifði yfirliti um kostnað sem LK hefur borið af vinnu við nýjan mjólkursamning. Kostnaðurinn nemur hátt í 4 milljónir króna og vegur vissulega þungt í rekstri sambandsins. Ákveðið var að leita eftir stuðningi hjá SAM vegna málsins.

 

8. Nautakjötið
Fram kom að verð á nautgripakjöti hefur verið að hækka og salan verið nokkuð góð undanfarið. Nokkuð hefur verið rætt um vöntun á gripum til slátrunar, en sláturtölur hafa þó ekki borið slíkt með sér til þessa. Þá hefur verið rætt um að innflutningur á nautgripakjöti hafi aukist verulega, en staðfestar tölur um það hafa ekki borist. Framkvæmdastjóra var falið að afla upplýsinga um innflutning nautakjöts á árinu. Þá eru vaxandi líkur á því að ásetningur aukist á komandi misserum, ef verðin til bænda halda áfram að hækka.
 Ákveðið var að óska eftir því við BÍ að fá yfirlit um ásetning kálfa samkvæmt einstaklingsmerkingarkerfinu nú þegar eitt ár er liðið frá gildistöku reglugerðarinnar 1. september nk.

 

9. Fjósverkefnið
Formaður kynnti stöðu mála með sk. fjósverkefni sem Rala stjórnar. Ekki hefur verið sótt um frahaldsstuðning við verkefnið frá Rala og því spurning hvort halda eigi áfram með verkefnið. Ljóst er að verkefnið hefur ekki þróast með þeim hætti sem LK ætlaði á sínum tíma. Ákveðið var að bíða með ákvörðun um málið fram að næsta stjórnarfundi LK.

 

10. Önnur mál
a. Bráðabirgðauppgjör mjólkurinnleggs í júlí
Framkvæmdastjóri dreifði upplýsingum um innvigtun mjólkur sl. mánuði, sem SAM hefur tekið saman. Í yfirlitinu kemur fram að innvigtun mjólkur nemur nú 95,99% af greiðslumarki þessa verðlagsárs og útlit fyrir að ágústmjólkin muni skila mjólkurframleiðslunni upp í um 4 – 4,5 milljónir lítra umfram greiðslumark.

b. KÝR 2004
Kúasýningin KÝR 2004 verður haldin 28. ágúst nk. og mun framkvæmdastjóri verða kynnir á sýningunni og formaður LK mun veita viðurkenningar frá LK.

c. Samráðsnefnd BÍ og SAM
Egill kynnti niðurstöður samráðsfundar BÍ og SAM sem haldinn var 23. júní sl. og dreifði í því sambandi fundargerð fundarins.

d. Formannafundur NBC
Formannafundur NBC verður haldinn 17. ágúst nk. og hefur LK verið boðið að senda 3 fulltrúa á fundinn. Ákveðið var að senda framkvæmdastjóra, Sigurð og Kristínu Lindu.

e. Frumutölumál
Fyrir fundinum lágu upplýsingar frá SAM um fjölda búa sem eru í vandræðum vegna hárrar frumutölu. Lagt fram til kynningar.

f. Bréf frá Svínaræktarfélagi Íslands
Bréf frá SÍ um hátt verð á lyfjum og ósk um samstarf búgreinafélaga og BÍ um sameiginlegar aðgerðir til að lækka lyfjaverð. Umræðum frestað.

g. Námskeiðahald
Rætt var um lágt ris námskeiðahalds og framkvæmdastjóra falið að fara yfir stöðu mála og senda til stjórnar.

h. Drög að reglugerð um merkingar matvæla
Fyrir fundinum liggja drög að merkingum matvæla og var ákveðið að ganga frá umsögn LK fyrir 13. ágúst nk.

i. Afgreiðsla fagráðs vegna fjármögnunar tækjakaupa fyrir Stóra Ármót
Egill gerði athugasemd við afgreiðslu fagráðs á síðasta fundi þess og boðaði umræður á næsta stjórnarfundi um málið.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 12:45
Næsti stjórnarfundur: ekki ákveðinn
Snorri Sigurðsson