Beint í efni

Stjórnarfundir – 9. fundur 2003/2004

07.03.2004

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda

 

Níundi fundur stjórnar LK starfsárið 2003/2004 var haldinn í bókasafni Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni 7. mars 2004 og hófst hann klukkan 10:30. Mætt voru: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson og Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, sem ritaði fundargerð. Jóhannes Ævar Jónsson var í síma. Þá tók Þórarinn Leifsson þátt í fundinum í síma. Kristín Linda Jónsdóttir var forfölluð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Nýr samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar

Formaður fór yfir útsent minnisblað varðandi áhersluatriði sem ræða þarf um nýjan mjólkursamning og hvaða áherslur samninganefnd bænda þarf að leggja í viðræðunum við samninganefnd ríkisins. Fram kom að búið er að skipa samninganefnd ríkisins, en í henni sitja frá landbúnaðarráðuneytinu: Ólafur Friðriksson (formaður), skriftstofustjóri, Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra og Sigríður Norðmann, lögfræðingur. Þá situr Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytinsin, í nefndinni. Á fundinum var rætt ítarlega um helstu þætti og lagðar línur fyrir fulltrúa bænda í samninganefnd varðandi eftirfarandi atriði: heildarstuðninginn, greiðslumarkið, form stuðningsins, hámarksbústærð, verðlagningu stuðnings, starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins, samningstíma og skipulag greiðslumarksmála.

 

 

2. Önnur mál

a. Einstaklingsmerkingar nautgripa

Ljóst er að mun hægar hefur gengið að koma á einstaklingsmerkingarkerfinu en áætlað var og fyrir liggur að ekki verður unnt að halda ákvæði reglugerðarinnar um alla merkta gripi 1. janúar 2005. Ákveðið var að afla nánari upplýsinga um stöðu mála með merkingar og fara yfir málið á næsta stjórnarfundi.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 12:00

Næsti stjórnarfundur: óákveðinn

Snorri Sigurðsson