Stjórnarfundir – 6. fundur 2003/2004
10.11.2003
Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda Sjötti fundur stjórnar LK starfsárið 2003/2004 var haldinn sem símafundur 10. nóvember 2003 og hófst hann klukkan 11:00. Mætt voru á línuna: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Kristín Linda Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson og Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, sem ritaði fundargerð. Þá var Þórarinn Leifsson, fulltrúi í samninganefnd, jafnframt á línunni. Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til eina dagskrárliðs fundarins, stöðu samningamála. 1. Staða samningamála Formaður fór yfir stöðu mála og útsend gögn fyrir fundinn. Þá fór hann yfir helstu punkta sem komið hafa upp í sk. Mjólkurhópi sem unnið er að ná sátt um og um er ágreiningur. Rætt var ítarlega um nokkur minnisatriði sem fram komu í útsendum gögnum fyrir fundinn og tóku allir fundarmenn virkan þátt í umræðunum. 2. Önnur mál Útflutningur á sæði Framkvæmdastjóri kynnti lauslega stöðu málsins, en undanfarin misseri hafa farið fram viðræður við sænska aðila um hugsanlegan útflutning á sæði úr íslenskum nautum. Nú hefur skrifstofu LK borist formlegt erindi þess efnis, þar sem óskað er eftir að kaupa allt að 300 strá svo fremi sem Evrópusambandsleyfi fáist á Nautastöð BÍ. Næstu skref eru að fara með yfirdýralækni til Danmerkur að skoða vottaða nautastöð þar í landi og ræða við þarlenda um útflutningsmöguleika á sæði. Breytt notkun á www.kjot.is Framkvæmdastjóri fór yfir beiðnir frá nokkrum félagsmönnum um að fá að kynna sig og beina sölu á nautakjöti á vef LK. Erindinu var vel tekið og ákveðið að fela ritstjóra vefsins og framkvæmdastjóra að gera tillögur að því hvernig staðið yrði að slíku á vefnum. Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 12:30 Næsti stjórnarfundur: óákveðinn Snorri Sigurðsson