Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 3. fundur 2003/2004

07.08.2003

 

Þriðji fundur stjórnar LK starfsárið 2003/2004 var haldinn í fundarsal Búgarðs á Akureyri fimmtudaginn 7. ágúst 2003 og hófst hann klukkan 15:30. Mættir voru: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Gunnar Jónsson, Jóhannes Jónsson og Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, sem ritaði fundargerð. Kristín Linda Jónsdóttir var forfölluð og mætti Gunnar í hennar stað.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.

 

 

1. Verðlagsmál

Formaður fór yfir stöðu mála. Vegna sumarfría er staðan óbreytt frá síðasta fundi.

 

2. Undirbúningur nýs mjólkursamnings

Formaður greindi frá fyrirhuguðum fundi fulltrúa bænda í samninganefnd í komandi viku. Á þeim fundi er áætlað að stilla saman strengi og velja formann samninganefndar bænda. Þá er fyrirhugaður fundur mjólkurhópsins í lok ágúst. Þá greindi hann frá viðræðum hans og framkvæmdastjóra LK við landbúnaðarráðherra þar sem farið var yfir tímaramma samningaferilsins, en ljóst er að mjólkurhópurinn þarf að ljúka sinni vinnu fyrir áramót ef takast á að koma samningi til atkvæðagreiðslu kúabænda í tíma, sem og afgreiðslu Alþingis. Í viðræðum við ráðherra var jafnframt rætt um heildsöluverðlagningarmál mjólkuriðnaðarins og hugsanlega frestun á gildistöku samkeppnisákvæðis 1. júlí 2004. Fram kom í máli fundarmanna að mjög nauðsynlegt væri að ljúka mjólkursamningi og lagabreytingum næsta vetur.

 

Rætt var um mögulegar breytingar á markaðsaðgengi fyrir mjólkurafurðir hérlendis, en ljóst má vera að ef til verulegs innflutnings komi á ákveðnum vöruflokkum þá mun framleiðslan hérlendis dragast saman.

 

3. Stefnumörkun LK

Formaður og framkvæmdastjóri hafa yfirfarið texta og uppsetningu á stefnumörkuninni og er hún komin til frekari vinnslu hjá Útgáfu- og kynningarsviði BÍ, sem tók að sér verkefnið. Áætlað er að útgáfa verksins verði um miðjan september nk.

 

4. Umsögn um frumvörp til nýrra Jarða- og Ábúðarlaga

Undanfarin misseri hefur nefnd á vegum BÍ, þar sem formaður LK á sæti, unnið að umsögnum um ný Jarða- og Ábúðarlög. Starfsmaður BÍ, Már Pétursson, hefur jafnframt starfað með nefndinni. Nefndin hefur kynnt sér ítarlega umsagnir annarra aðila, en margar umsagnir eru þó úreltar þar sem þær virðast lúta að fyrstu drögum að lögunum sem send voru til umsagna 2001. Áætlað er að nefndin ljúki störfum á haustdögum. Stefnt verður að því að LK sendi umsögn, samhljóða umsögn BÍ, ef niðurstaða nefndarinnar verður ásættanleg.

 

5. Staðan á kjötmarkaðinum

Formaður og framkvæmdastjóri ræddu við landbúnaðarráðherra um mögulegar stuðningsaðgerðir við nautakjötsframleiðslu og var niðurstaða þess máls sú að svör við hugsanlegum styrkjum eru væntanleg um miðjan mánuðinn. Almennt er staðan á kjötmarkaðinum afar erfið og ekki enn komið í ljós hvernig sláturtíð í sauðfé mun fara. Þá er enn verulegur vandi í svínakjötsframleiðslunni og verðin til svínabænda lág. Sala á nautakjöti hefur verið nokkuð jöfn og stöðug en þó ljóst að hlutfallslega hefur nautakjötið gefið eftir á kjötmarkaðinum. Að gefnu tilefni var ákveðið að hvetja kúabændur til að kynna sér ítarlega greiðslukjör afurðastöðva í kjöti og fylgja fast eftir uppgefnum greiðslufrestum afurðastöðva. Þá var jafnframt ákveðið að fylgjast mjög náið með stöðu mála á kjötmarkaði næstu vikurnar vegna ýmissa teikna sem á lofti eru.

 

6. Markaðsstarf í mjólkuriðnað

 Framkvæmdastjóri kynnti helstu mál sem borið hafa á góma innan Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins, en þau eru helst: nýtt átak í mjólkursölu í haust, mögulegur útflutningur á skyri og ostum, bann við innflutningi á gerilsneyddu jógúrti, drykkjarmjólk.

 

7. Haustfundir LK

Ákveðið var að halda til haustfunda LK í október og nóvember nk. Jafnframt að þiggja boð forstjóra Osta- og smjörsölunnar um að taka þátt í nokkrum fundum og útskýra á þeim markaðsmálin. Í ljósi mætingar á dagfundi sl. haust, var ákveðið að horfa fyrst og fremst til kvöldfunda. Framkvæmdastjóri sér um skipuleggja fundina í samráði við formenn aðildarfélaganna.

 

8. Önnur mál

Félagsleg málefni

Rætt var ítarlega um hagsmuni kúabænda og þá umræðu sem farið hefur fram undanfarna mánuði bæði í fjölmiðlum og víðar.

 

 

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 14:45

Næsti stjórnarfundur: 4. júní 2003

Snorri Sigurðsson