Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 1. fundur 2002/2003

16.09.2002

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda

 

Fyrsti fundur stjórnar LK starfsárið 2002/2003 var haldinn í Bændahöllinni mánudaginn 16. september 2002 og hófst hann klukkan 11:00. Mætt voru: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Jóhannes Jónsson og Kristín Linda Jónsdóttir. Þá var í símanum Þórarinn Leifsson og tók hann þátt í umræðum um fyrstu ályktun í lið 2. Einnig var á fundinum Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, og ritaði hann fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Kjör trúnaðarmanna

a.       Varaformaður var kjörinn Sigurður Loftsson í leynilegri kosningu með þremur atkvæðum.

b.      Ritari var kjörinn Kristín Linda Jónsdóttir og Jóhannes Jónsson kjörinn gjaldkeri.

c.       Egill Sigurðsson var kjörinn fulltrúi í samstarfsnefnd BÍ og SAM og Jóhannes Jónsson var kjörinn varamaður. Samþykkt var að nýjir fulltrúar taki sæti í samstarfsnefndinni fyrir hönd LK þegar núverandi samstarfsnefnd hefur lokið uppgjöri við nýliðið verðlagsár.

 

2. Afgreiðsla ályktana

2.1 Ályktun um nýjan samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar

Formaður fór yfir óformlegar viðræður við ýmsa aðila sem að málinu munu koma og var það mat hans og framkvæmdastjóra að óljóst væri um möguleika á nýjum mjólkursamningi. Fyrir liggur hverjir eru fulltrúar bænda í samninganefnd, þeir Þórólfur Sveinsson, Egill Sigurðsson, Þórarinn Leifsson, Eggert Pálsson og Ari Teitsson. Frá ríkinu er enn óljóst hverjir munu sitja í nefndinni, en 17. september mun landbúnaðarráðherra leita eftir heimild ríkisstjórnar til að hefja samningaferli.

            Formaður fór einnig yfir helstu atriði sem gætu komið upp í komandi viðræðum. Fundarmenn ræddu þessi mál ítarlega og var lögð áhersla á að fulltrúar bænda fylgdu fast eftir ályktun aðalfundarins og stefndu að óbreyttum samningi. Ennfremur var lögð á það áhersla að samhljómur væri meðal fulltrúa bænda þegar til viðræðna verður haldið.

 

2.2 Ályktun um stefnumörkun fyrir nautgriparæktina

Samþykkt að kynna stefnumörkunardrögin á haustfundum LK (sjá lið 4) og þar verði dreift ítarefni um málið. Unnið verði svo áfram að frágangi draganna í kjölfar haustfundanna.

 

2.3. Ályktun um eflingu nautgriparæktarþjónustu BÍ

Ákveðið að senda ályktunina til Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda landsins og Framleiðnisjóðs Landbúnaðarins.

 

2.4 Ályktun um endurskoðun lagaumhverfis landbúnaðarins.

Ákveðið að senda ályktunina til Landbúnaðarráðuneytisins, Landbúnaðarnefndar Alþingis og Lánasjóðs landbúnaðarins.

 

2.5 Ályktun um mótun skýrra reglna varðandi úthlutun greiðslumarks ríkisjarða

Ákveðið að bjóða Landbúnaðarráðuneytinu aðstoð LK við mótun reglna um úthlutun greiðslumarksins.

 

2.6 Ályktun um rafræna innvigtun mjólkur

Samþykkt að senda ályktunina til Framkvæmdanefndar um búvörusamninga og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

 

2.7 Ályktun um tryggingar vegna stóráfalla

Ákveðið að framkvæmdastjóri og varaformaður afli nauðsynlegra gagna fyrir stjórn og leiti ennfremur samstarfs BÍ í því sambandi.

 

2.8 Ályktun um verðlagsmál nautgripakjöts

Ákveðið að senda ályktunina til Landssamtaka sláturleyfishafa og Landbúnaðarráðuneytisins.

 

2.9 Ályktun um framtíð nautgripakjötsframleiðslunnar á Íslandi

Málefnið verið þegar tekið upp við landbúnaðarráðherra og ráðherra þegar verið send ósk LK um að skipa vinnuhóp sem skila skuli tillögum að úrbótum fyrir mánaðarmótin september/október. Kristín Linda lýsti efasemdum með þær hugmyndir sem fram hafa komið til lausnar málsins.

 

2.10 Ályktun um aðalfund LK

Ákveðið að halda næsta aðalfund LK 10. til 11. apríl nk. og að halda árshátíð kúabænda í lok fundar 11. apríl. Ennfremur var samþykkt að halda fundinn í Reykjavík. Framkvæmdastjóra falið að afla tilboða í fundinn, árshátíð og gistingu. Ákveðið að taka skipulagningu aðalfundar og árshátíðar upp á næsta stjórnarfundi og jafnframt að leita til Mjólkurbús Borgarfjarðar að standa fyrir skipulagningu árshátíðarinnar.

 

2.11 og 2.12 Ályktun um launamál aðalfundar og stjórnar

Afgreitt

 

2.13 Ályktun um kjötmat

Ákveðið að senda ályktunina á Yfirkjötmat ríkisins og Landssamtök sláturleyfishafa

 

2.14 Ályktun um viðbragðsáætlun

Ákveðið að senda ályktunina til yfirdýralæknis, Hollustuverndar, SAM og Landssamtaka sláturleyfishafa.

 

2.15 Ályktun um Evrópusambandið

Ákveðið að senda ályktunina til stjórnmálaflokkanna, samtakanna Heimssýn og Evrópusamtakanna.

 

2.16 Ályktun um framkvæmd búvörusamninga

Ákveðið að senda ályktunina til Landbúnaðarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands. Agli og framkvæmdastjóra falið að fylgja erindinu eftir og afla gagna um málið, m.a. frá Persónuvernd um meðhöndlun persónulegra upplýsinga, öryggi vörslu upplýsinga ofl.

 

2.17 Ályktun um tilfærslu á verðlagsáramótum

Formanni falið að fylgja erindinu eftir.

2.18 Ályktun um jöfnunargreiðslur ferðakostnaðar dýralækna

Ákveðið að senda ályktunina til Bændasamtaka Íslands og framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

2.19 Ályktun um eftirlit með birgðahaldi dýralyfja

Ákveðið að senda ályktunina til Heilbrigðisráðuneytisins.

 

2.20 Ályktun um háan kostnað af lyfja- og dýralæknakostnaði

Ákveðið að senda ályktunina til yfirdýralæknisins og Dýralæknafélags Íslands. Ennfremur var framkvæmdastjóra falið að kanna heimildir til að birta lyfjaskrá dýralækna og lyfjafyrirtækja á netinu.

 

2.21 Ályktun um umgengnisreglur þjónustuaðila á kúabúum

Ákveðið að senda ályktunina til yfirdýralæknis og óska jafnframt eftir viðræðum um málið.

 

2.22 Ályktun um endurskoðun á kjötmatinu

Ákveðið að senda ályktunina til Yfirkjötmats ríkisins og Landssamtaka sláturleyfishafa. Ennfremur var ákveðið að óska álits sömu aðila, auk Matra, á kostum og göllum þess að breyta kjötmatinu hvað þetta snertir.

 

3. Skipulag starfsemi LK fram að næsta aðalfundi

3.1 Haustfundir LK

Samþykkt var að halda haustfundi LK í Borgarnesi (f.Vesturland), Búðardal (f. Snæfellsnes, Dali og Barðaströnd), Vestfirði (annað hvert ár), Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði, S-Þingeyjasýslu, Vopnafirði (annað hvert ár), Héraði, A-Skaftafellssýslu (annað hvert ár), V-Skaftafellssýslu (annað hvert ár), Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Miða við að halda fundina frá 15. október og ljúka fundaherferðinni á sem skemmstum tíma.

 

4. Málefni til kynningar

4.1 Erindi frá Bændasamtökunum um útgáfumál Handbókar bænda. Ákveðið að fundarmenn sendi erindi til forstöðumanns Bbl. með tölvupósti.

 

4.2 Formaður kynnti umræðu frá Fagráði í nautgriparækt um ræktunarmál. Rætt var um fyrirsjáanleg vandræði með skyldleikarækt og stöðugt minnkandi stofn og jafnframt hugsanlegar leiðir út úr vandanum. Í því sambandi var rætt um kyngreiningu á sæði og var framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna í því sambandi. Einnig var fjallað um ræktunarstarfið og möguleika kúabænda á þjónustu ráðunauta varðandi kynbótafræðilega ráðgjöf. Ákveðið að fá nánari upplýsingar frá einstökum búnaðarsamböndum um hvernig staðið er að ræktunarráðgjöf og sæðingum og taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi.

 

4.3 Breytt mjólkurreglugerð í smíðum. Formaður greindi frá viðræðum hans og framkvæmdastjóra með nefnd Umhverfisráðherra sem er að endurskoða reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. Gerðar voru veigamiklar athugasemdir við þau drög sem send voru til umsagnar LK fyrr á árinu og kom fram í viðræðunum að verulega hefur verið komið til móts við sjónarmið LK. Hinsvegar hefur enn ekki verið gengið frá endanlegri útgáfu reglugerðarinnar og óvíst hvort drög að breytingum á frumutöluútreikningum fari óbreytt frá nefndinni, en LK hefur harðlega gagnrýnt drögin að breytingum á frumutöluútreikningum.

 

4.4 Sölumál mjólkur og nautgripakjöts

Fjallað var um sölumálin og hvort rétt sé að birta og nota mánaðarlegar upplýsingar um framleiðslu og sölu á nautakjöti. Ástæðan er sú staðreynd að nú í tvígang á 12 mánuðum hefur skráning verið röng og fréttatilkynningar því rangar samhliða. Ákveðið var að beina því til Landssamtaka sláturleyfishafa að herða eftirlitið með tilkynningum um framleiðslu og sölul.

 

4.5 Plakat með nautakjöt

Framkvæmdastjóri kynnti dönsk plaköt með nauta- og kálfakjöti, sem kjötráðið í Danmörku hefur gefið út. Ákveðið var að fá kjötiðnaðarmenn til að skoða plakötin og meta hvort hægt sé að nýta þau hérlendis.

 

5. Framkvæmdanefnd búvörusamninga

Formaður fór yfir ýmsa þætti í vinnu nefndarinnar.

 

6. Staðan í verðlagsmálum

Fyrsti fundur nýrrar verðlagsnefndar hefur verið boðaður 18. september og verður þar gerð grein fyrir framreikningi verðlagsgrundvallar kúabús.

 

7. Ákvörðun um úthlutningshlutfall dilkakjöts

Málefni rætt, en ljóst að ákvörðun ráðherra um skerðingu úthlutningshlutfalls á dilkjakjöti getur leitt til offramboðs á kindakjöti sem getur leitt til verðlækkunar kjötsins og áhrifa á aðrar kjötttegundir.

 

8. Önnur mál

 

8.1 Yfirlýsing heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um mjólkurgæði

Formaður fór yfir nýlega yfirlýsingu ráðherrans um mjólkurgæði á Íslandi og stuðnings Bandaríkjamanna við rannsóknir á sykursýki því sambandi.

 

8.2 Greiðslumarkstilkynning

Fram kom að með tilkynningu um greiðslumark þessa verðlagsárs voru ekki sendar út reglur um hvernig nýta má þau réttindi sem greiðslumarkinu fylgja. Ákveðið var að senda erindi um slíkt til Framkvæmdanefndar um búvörusamning.

 

8.3 Milliþinganefnd um samþykktir BÍ

Egill greindi frá vinnu nefndarinnar.

 

8.4 Ráðstefna Jafnréttisnefndar BÍ

Kristín Linda lagði fram beiðni um stuðning LK við ferða- og gistikostnað vegna ráðstefnu um jafnrétti kynjanna í landbúnaði, sem haldin verður að Glym í Hvalfirði í 15. október, á Alþjóðadegi kvenna í landbúnaði. Beiðnin var samþykkt.

 

8.5 Merkingarreglugerð

Framkvæmdastjóri kynnti vinnu tölvuhóps, sem vinnur að undirbúningi skyldumerkingar búfjár.

 

8.6 Átaksnefnd í nautgriparækt

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu vinnu nefndarinnar, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um greiðslur til eflingar nautgriparæktar. Næsti fundur nefndarinnar er 9. október nk.

 

8.7 Fyrirgreiðsla afurðastöðva við kaup á greiðslumarki

Formaður fór yfir útsend gögn um aðstöðu kúabænda landsins varðandi fyrirgreiðslu afurðastöðva við kaup á greiðslumarki. Fram kom að nokkuð misjafnlega er staðið að málum á milli starfssvæðum einstakra afurðastöðva. Stjórnin vill leggja sitt af mörkum til þess að fundnar verði leiðir til að jafna þann mun.

 

8.8 Kynning á kjot.is á heilsudegi Hreyfingar

Kristín Linda skýrði frá kynningu á nautakjöti og síðu naugripabænda www.kjot.is sem haldin var í tengslum við heilsudag Hreyfingar, sem Ágústa Johnsen rekur. Á þessum opna degi var heimasíðan kynnt, nautakjöt grillað af kjötmeisturum Gallerý Kjöts, og uppskriftabæklingum dreift. Kynningarátakið tókst mjög vel.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18.00.

Næsti stjórnarfundur: Strax eftir haustfundi 2002.

Snorri Sigurðsson