Beint í efni

Stjórnarfundir – 2. fundur 2001/2002

14.09.2001

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda

 

Annar fundur stjórnar LK starfsárið 2001/2002 var haldinn föstudaginn 14. september 2001 og hófst hann klukkan 13:00. Mætt voru á línuna: Þórólfur Sveinsson, Gunnar Sverrisson, Egill Sigurðsson, Kristín Linda Jónsdóttir og Sigurgeir Pálsson. Einnig var á línunni Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, og ritaði hann fundargerð. Birgir Ingþórsson var forfallaður.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Verðlagsmál

Formaður greindi frá vinnu í verðlagsnefnd og hvernig staða mála væri. Aðalmálið væri núna viðræður um verðtilfæslukerfi afurðastöðvanna. Þar hefur komið fram að mjög lítið svigrúm væri til hækkunar á dufti, þar sem innflutningur sé þar veruleg ógn. Þessa dagana er verið að reikna hvað það kostar að hætta verðtilfærslum og niðurstaða ekki komin í það mál. Vegna ákvæðis samningsins um afnám heildsöluverðlagningar séu málin verulega snúin og mjög erfitt að ná samkomulagi um hækkanir fyrsta október.

 

Formaður taldi að staðan væri mjög alvarleg og í ljósi þess hvernig verðbólgan er að þróast og hve mikið er að hægja á hjólum atvinnulífsins, sé ástandið enn alvarlegra. Allt útlit væri fyrir að ef ákvörðun er tekin um verðhækkun fyrsta október muni sú ákvörðun kljúfa nefndina, og því lagði hann til að nota ætti október til að reyna að ná sátt um málið.

 

Miklar umræður urðu um málið og voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt væri að fá botn í verðtilfærslumálið, enda sýnt að ef kerfið fellur niður muni það jafnvel kosta okkur greiðslumark sem numi milljónum lítra enda myndu samlögin þá væntanlega fara í auknum mæli út í sömu afurðir og því ljóst að framlegðarlægri afurðir muni hverfa úr vöruhillum. Í framhaldi af þessum umræðum vöknuðu jafnframt upp spurningar um það hvort ekki sé eðlilegt að skilja á milli viðræðna innan verðlagsnefndar um verðhækkun til bænda og verðtilfærslna innan afurðarstöðvakerfisins.

 

 

 

2. Önnur mál

Rannís-skýrslan er enn ekki tilbúin, en að sögn nefndarmanna stutt í útgáfu skýrslunnar.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl.14:15

Næsti fundur föstudaginn 21. september kl. 21:00.

Snorri Sigurðsson