Stjórnarfundir – 17. fundur 2000/2001
21.08.2001
Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda
Sautjándi og síðasti fundur stjórnar LK starfsárið 2000/2001 var haldinn þriðjudaginn 21. ágúst 2001 og hófst hann klukkan 9:30. Mættir voru: Þórólfur Sveinsson, Gunnar Sverrisson, Birgir Ingþórsson og Egill Sigurðsson. Einnig var á fundinum Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, og ritaði hann fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár.
1. Reikningar LK
Framkvæmdastjóri fór yfir reikninga liðins árs fyrir LK, Afleysingasjóð LK og Verðskerðingasjóð LK. Fundarmenn fóru yfir reikningana, sem skoðunarmenn voru búnir að skrifa upp á, og skrifuðu svo undir reikningana.
2. Nefndarskipan á aðalfundi
Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir fulltrúa aðalfundar LK og var ákveðið að leggja til við fundinn að fundarstjórar yrðu þeir Gunnsteinn Þorgilsson og Svein Ingvarsson. Þá var ákveðið að leggja til við fundinn að formaður Fagmálanefndar yrði Sigurður Loftsson, formaður Félagsmálanefndar yrði Guðmundur Þorsteinsson og formaður Framleiðslunefndar yrði Þórarinn Leifsson.
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 09:30
Næsti fundur óákveðinn.
Snorri Sigurðsson