Beint í efni

Stjórnarfundir – 12. fundur 2000/2001

30.05.2001

 

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda

 

Tólfti fundur stjórnar LK starfsárið 2000/2001 var haldinn sem símafundur miðvikudaginn 30. maí 2001 og hófst hann klukkan 21:00. Á línunni voru Þórólfur Sveinsson, Birgir Ingþórsson, Egill Sigurðsson, Gunnar Sverrisson, Kristín Linda Jónsdóttir og Sigurgeir Pálsson. Einnig var á línunni Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, og ritaði hann fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til eina dagskrárlið fundarins, ráðstöfun beingreiðslna:

 

Formaður fór yfir undirbúning breytinga á ráðstöfun beingreiðslna, í samræmi við útsend fundargögn. Í gögnunum er hreyft við nýrri hugsun varðandi beingreiðslur, s.k. jöfnunargreiðslur sem leggjast myndu á alla mánuði óháð framleiðslu.

 

Fundarmenn ræddu einnig um hvort setja ætti C-greiðslu á fleiri mánuði en nú er gert, enda ljóst að aðgerða er þörf til að kúabændur landsins geti sinnt mjólkurþörf neytenda í júlí og ágúst. Fram kom hjá framkvæmdastjóra að síðastliðin þrjú ár hafi mjólkurframleiðsla dregist verulega saman í júlí (-7,8%) og ágúst (-10,4%). Fundarmenn voru því sammála um að leggja til að 1% C-greiðsla myndi verða lögð á júlí og 2% C-greiðsla á ágúst. C-greiðsla nóvember til febrúar myndi verða 12%.  A-greiðsla og B- greiðsla  haldist óbreyttar.

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:30

Næsti fundur verður haldinn 7. júní nk.

Snorri Sigurðsson