Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 7. 2016-2017

05.08.2016

Sjöundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda, haldinn í fundarsal skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, föstudaginn 5. ágúst 2016 kl. 10.00.

 

Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Samúel U. Eyjólfsson, Bessi Freyr Vésteinsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bóel Anna Þórsdóttir, varamaður fyrir Pétur Diðriksson. Fundur undir lið 7 með Baldri Helga Benjamínssyni. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og var því næst gengið til dagskrár.

 

Þetta var gert:

 

1. Afgreiðsla fundargerðar 6. fundar stjórnar LK starfsárið 2016-2017

Stjórnarmenn rituðu undir fundargerð síðasta fundar, sem var samþykkt í gegnum tölvupóst og birt á vef sambandsins 15.7.

 

2. Athugasemdir Landssambands kúabænda við umsagnir um lagafrumvarp vegna búvörusamninga

Framkvæmdastjóri kynnti drög að athugasemdum LK við umsögnum um lagafrumvarp vegna búvörusamninga, þar sem megináherslan er á verðlagsákvarðanir og tollvernd. Málið rætt ítarlega. Stjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi drög sem athugasemdir til atvinnuveganefndar. Í kjölfarið verða athugasemdir sambandsins birtar á naut.is.

 

3. Útfærsla á stuðningi við nautakjötsframleiðslu

Formaður kynnti fyrir stjórn greiðslufyrirkomulag nýrra búvörusamninga vegna nautakjötsframleiðslu. Rætt var um hvernig styrkjum til framleiðenda yrði háttað og afmörkun þeirra. Stjórn LK leggur til að greitt verði eftir kjötflokkum sem og þyngd gripa, í samræmi við það markmið að auka framboð og gæði nautakjöts.

 

4. Útfærsla á stuðningi til kynbótaverkefna.

Útfæra þarf í reglugerð skiptingu framlaga vegna kynbóta- og sæðingastarfsemi í nautgriparækt. Stjórnin telur eðlilegt að halda sömu skiptingu og er í núverandi kerfi.

 

5. Aðbúnaðarreglugerð nautgripa

Umræður um nýja aðbúnaðarreglugerð nautgripa sem taka á gildi 1. október 2016. Stjórn LK á fund með atvinnuvegaráðuneytinu 18. ágúst næstkomandi til að ræða frestun gildistöku 9. greinar reglugerðarinnar til 31. desember 2018. Stjórn felur framkvæmdastjóra auk Samúels Unnsteins Eyjólfssonar, stjórnarmanns, að sækja fundinn.

 

6. Tilboð í nýjan vef naut.is

Framkvæmdastjóri kynnti tilboðsem sambandinu hefur borist í nýjan vef naut.is. Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Nepal hugbúnað um uppsetningu og hýsingu á nýjum vef naut.is.

 

7. Staða skýrslu – Félagsaðild að LK

Framkvæmdastjóri kynnti framgang vinnu við skýrslu um ítarlegar hugmyndir um kosti þess og ávinning að vera félagsmaður í Landssambandi kúabænda.

 

8. Staða Sperm Vital og Genomic Selection

Baldur Helgi Benjamínsson gerði grein fyrir stöðu mála. Miklar umræður um kosti verkefnanna og fjármögnun. Verkefnin eruí farvegi innan fagráðs.

 

9. Samningur við verktaka

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Baldur Helga Benjamínsson um vinnslu á sérverkefnum.

 

10. Önnur mál

a) Fundur með utanríkismálanefnd10. ágúst – Beiðni frá utanríkismálanefnd um fund með Landssambandi kúabænda vegna samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur (EES-reglur). Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að sækja fundinn.

b) Landbúnaðarsýning á Sauðárkróki 13. ágúst – Stjórn samþykkir að taka þátt og felur framkvæmdastjóra að annast alla framkvæmd á verkefninu.

c) Geymslurými fyrir búfjáráburð – Framkvæmdastjóra falið að taka stöðuna á framlegningu báðabirgðarákvæðis reglugerðar nr. 804/1999, sem mælir fyrir um frestun á gildistöku ákvæðis 6. greinar sömu reglugerðar varðandi 6 mánaða geymslurými fyrir búfjáráburð. 

d) Fyrrverandi framkvæmdastjóri formlega kvaddur – Fyrrverandi framkvæmdastjóra færð þakkargjöf fyrir góð störf í þágu kúabænda síðastliðin 10 ár.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15

 

Margrét Gísladóttir

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda

 

/SS