Stjórnarfundir – 5. 2016-2017
10.06.2016
Fimmti fundur stjórnar Landssambands kúabænda, haldinn á Bitruhálsi 1 föstudaginn 10. júní 2016 kl 10.00.
Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Pétur Diðriksson, Elín Heiða Valsdóttir, Bessi Vésteinsson og Samúel U. Eyjólfsson. Gestir undir lið 1 eru Sindri Sigurgeirsson og Sigurður Eyþórsson frá BÍ. Gestir undir lið 2 eru Ari Edwald, Pálmi Vilhjálmsson og Jón Axel Pétursson frá MS. Margrét Gísladóttir, tilvonandi framkvæmdastjóri sat fundinn.
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og var því næst gengið til dagskrár.
Þetta var gert.
1. Staða búvörusamninga
Formaður BÍ reifaði stöðu búvörusamninga. Það eru mikil vonbrigði að ekki náðist að ljúka málinu fyrir þinglok. Sú staða setur málið í ákveðna óvissu.Forsvarsmenn BÍ telja mikilvægt að samtök bænda taki frumkvæði í umræðu um samningana, þar sem lögð verði rík áhersla á mikilvægi landbúnaðar.Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram, að skipaður verði samráðsvettvangur þeirra sem málið varðar, sem taki til starfa í kjölfarið á afgreiðslu búvörusamninga og vinni áfram að stefnumörkun fyrir landbúnaðinn,fram að endurskoðun samninganna árið 2019. Vinna við útfærslu samninganna, s.s. stuðning vegna fjárfestinga og nautakjöts-framleiðslu er farin af stað og mun hún standa yfir í sumar. Miklar umræður um stöðu samninganna og hvernig best verði haldið á málum við afgreiðslu þeirra og útfærslu.
2. Staða og horfur í framleiðslu- og sölumálum mjólkur
Forsvarsmenn MS fóru yfir stöðu og horfur í framleiðslu- og sölumálum mjólkur. Miðað við núverandi stöðu, eru líkur á að framleiðsla mjólkur verði um 156 miljónir lítra á þessu ári. Sú staða er mikil áskorun fyrir félagið og rekstur þess. Mikil innvigtun undanfarnar vikur hefur reynt á þanþol í úrvinnslugetu, sérstaklega í duftvinnslu og ostagerð. Skyrútflutningurinn er um þriðjungur af því próteini sem framleitt er umfram þarfir á innanlandsmarkaði.Salan innanlands er í samræmi við áætlanir þar um. Miklar umræður um stöðu framleiðslumála og hvernig umgjörð framleiðslunnar skuli þróuð á komandi misserum og árum.
3. Af hverju á ég að vera meðlimur í Landssambandi kúabænda?
Formaður reifaði málið en samtökin standa á miklum tímamótum varðandi fjármögnun og félagsaðild. Margrét Gísladóttir fór ítarlega yfir hugmyndir að verkefni um kosti þess og ávinning að vera félagsmaður í Landssambandi kúabænda. Stjórn felur Margréti að vinna verkefnið áfram.
4. Fundargerðir annars, þriðja og fjórða fundar stjórnar LK á starfsárinu.
Fundargerðir afgreiddar og undirritaðar, verða birtar á naut.is að loknum fundi.
5. Reykjavík City&Shopping guide
Framkvæmdastjóri kynnti umsókn frá Reykjavik City&Shopping guide sem er símaapp með margvíslegum upplýsingum, m.a. um mat og drykk, sem miðast við þarfir ferðamanna. rlegur kostnaður við þetta verkefni er um 90.000 kr, þar við bætist kostnaður vegna uppsetningar og hönnunar á kynningarefni. Stjórn telur verkefnið áhugavert en telur eðlilegt að verkefnum að þessu tagi sé beint til afurðastöðva.
6. Þátttaka í Handverkshátíð á Hrafnagili
Farið yfir erindi frá Handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, sem fram fer 4.-7. ágúst n.k. Samhliða Handverkshátíðinni verður haldin landbúnaðarsýning sem LK er boðið að taka þátt í. Stjórn ákveður að verða við erindi frá Handverkshátíð um að taka þátt í sýningunni. Margréti Gísladóttur falið að annast verkefnið.
7. Aðalfundur og árshátíð LK 2017
Formaður reifaði stöðu málsins, aðalfundur og árshátíð LK verða haldin 24. og 25. mars n.k. Verið er að vinna í að fá aðstöðu fyrir fundinn og árshátíðina á Akureyri.
8. Styrkbeiðni FK
Framkvæmdastjóri fór yfir umsókn frá Ferskum kjötvörum vegna útgáfu á grillbæklingi. Hafnað í ljósi markaðsaðstæðna á nautakjötsmarkaði.
9. Auglýsing MAST vegna útivistar nautgripa
Formaður hefur rætt við forsvarsmenn stofnunarinnar vegna auglýsingar þar sem skorað er á bændur að setja nautgripi út í sumar. Stjórn leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að nautgripum sé tryggð útivist, en að hennar mati eru auglýsingar af þessu tagi í litlu samhengi við umfang viðfangsefnisins og því eðlilegra að nálgast það með öðrum hætti.
10. Önnur mál
a. Úrvalsmjólkurálag og Fyrirmyndarbú.Rætt um ákvörðun Auðhumlu að skilyrða greiðslu úrvalsmjólkurálagsþví að bú standist úttekt vegna Fyrirmyndarbúsins.
b. Störf verðlagsnefndar.Framkvæmdastjóra falið aðgrennslastfyrir um störf verðlagsnefndar.
c. Staða einangrunarstöðvar fyrir holdanautgripi á Stóra-Ármóti.Samúel greindi frá viðræðum við framkvæmdastjóra NautÍs um stöðu á uppbyggingu einangrunarstöðvar. Framkvæmdir eru hafnar, verið að girða svæði stöðvarinnar af og undirbúningur byggingaframkvæmda stendur yfir.
d. Næsti fundur stjórnar. Stefnt að næsta fundi stjórnar í byrjun júlí, þar sem formleg framkvæmdastjóraskipti fari fram.
e. Fundur með Landsbankanum.Framkvæmdastjóri átti fund þann 7. júní sl. með nokkrum af forsvarsmönnum Landsbankans á sviði landbúnaðar. Á fundinum var farið yfir stöðu greinarinnar og helstu atriði í nýgerðum búvörusamningum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda