Stjórnarfundir – 3. 2016-2017
27.05.2016
Þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2016-2017. Símafundur haldinn föstudaginn 27. maí 2016 kl. 10.00. Á línunni voru Arnar Árnason, formaður, Pétur Diðriksson, Elín Heiða Valsdóttir, Bessi Freyr Vésteinsson og Samúel Unnsteinn Eyjólfsson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð. Pétur Diðriksson vék af fundi um kl. 10.50.
Formaður setti fund og var því næst gengið til dagskrár.
Þetta var rætt.
1. Umsögn Landssambands kúabænda um lagafrumvarp vegna búvörusamninga. Framkvæmdastjóri kynnti drög að umsögn Landssambands kúabænda um frumvarp til laga um breytinga á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur), 680. mál á 145. löggjafarþingi. Málið rætt mjög ítarlega. Stjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi drög sem umsögn til atvinnuveganefndar. Í umsögninni er lagt til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, að frátalinni tillögu að orðalagsbreytingu á 41. gr. frumvarpsins.
2. Kvótamarkaður. Framkvæmdastjóri kynnti drög að breytingum á reglugerð um tilboðsmarkað með greiðslumark, sem samtökunum hafa borist. LK leggur áherslu á að kvótamarkaður 1. nóvember verði þannig að bændum verði gert kleyft að selja allt það greiðslumark sem þeir hafa yfir að ráða á tilboðsmarkaði og að gengið verði frá slíkum aðilaskiptum, þannig að þau taki gildi um áramót. Megin ástæðan er sú, að bændum varð það fyrirkomulag sem gert er ráð fyrir í nýjum búvörusamningi, að framsal greiðslumarks verði óheimilt eftir gildistöku hans, fyrst ljóst þegar nokkuð var liðið á yfirstandandi verðlagsár. Að mati stjórnar LK er mikilvægt að ljúka fyrirkomulagi núverandi samnings eftir því skipulagi sem hann gerir ráð fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.15.
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK