Beint í efni

Stjórnarfundir – 2. 2016-2017

27.04.2016

Fundargerð annars fundar stjórnar Landssambands kúabænda á starfsárinu 2016-2017. Fundur haldinn á skrifstofu samtakanna að Bitruhálsi 1, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 10.00. Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Pétur Diðriksson, Elín Heiða Valsdóttir, Bessi Freyr Vésteinsson og Samúel Unnar Eyjólfsson. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.  

 

Formaður setti fund og var því næst gengið til dagskrár.

 

Þetta var gert.

 

1. Fundargerð síðasta fundar. Fundargerð 1. fundar stjórnar á starfsárinu var afgreidd og verður birt á naut.is að loknum fundi.

 

2. Ályktanir aðalfundar Landssambands kúabænda 2016. Framkvæmdastjóri reifaði tillögu að úrvinnslu ályktana aðalfundar Landssambands kúabænda 2016. Í tengslum við úrvinnslu ályktana felur stjórn framkvæmdastjóra að taka saman helstu atriði í búvörusamningi sem snerta bændur; aðbúnaðarmál, skýrsluhald, skil á rekstrargögnum og fyrirkomulag kvótamarkaðar. Setja saman stutt hvatningarbréf til bænda sem verði birt á naut.is, Bændablaðinu og sent á póstlista kúabænda. Stjórn ákveður að vinna úr tillögunum með eftirgreindum hætti:

a. Erfðamengi. Senda á fagráð í nautgriparækt.

b. Framtíð nautastöðvar. Ákveðið að Pétur, Elín og framkvæmdastjóri fylgi ályktuninni eftir.

c. Uppbygging ræktunarkjarna holdagripa á Stóra-Ármóti. Senda á stjórn NautÍs.

d. Fjöldi nautgripa í landinu. Málið er á forræði Matvælastofnunar. Ályktunin verði send þangað og framkvæmdastjóra falið að finna fundartíma með forsvarsmönnum stofnunarinnar.

e. Bætt rekstarráðgjöf. Senda til RML og ræða við Jóhönnu Lind og Runólf, senda á bókhaldsskrifstofur búnaðarsambandanna.

f. Kennsla í nautgriparækt. Senda Landbúnaðarháskólanum og fagráði í nautgriparækt. Framkvæmdastjóri fylgi málinu eftir.

g. Jarðrækt. Jarðræktarrannsóknir hafa einblínt um of á kornrækt, þarf að veita grasræktinni meiri athygli. Ráðgjöf varðandi fóðuröflun vantar. Yrkjanotkun, staðarval, lystugleiki. Senda á stjórn RML og fagstjóra jarðræktar og Landbúnaðarháskóla Íslands, fá samantekt um verkefni og áherslur stofnananna í málaflokknum.

h. Birting áburðareftirlitsskýrslna. Senda til MAST og ræða á fundi með stofnuninni.

i. Kynning á EUROP mati. Senda á samráðshóp um innleiðingu á nýju kjötmati.

j. Hönnun vörumerkis á afurðir nautgripabænda. Búið að breyta lögum um notkun á þjóðfánanum, gefur færi á að nota fánann á umbúðir. Minna afurðasölufyrirtækin á þessa lagabreytingu. Ræða við LS um reynslu þeirra af vörumerki og kostnað við gerð þess.   

k. Samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar, gr. 7.1. Stjórn felur framkvæmdastjóra að fara yfir verklagsreglur um útdeilingu þessara fjármuna, á svipuðum grunni og gert er ráð fyrir í minnisblaði stjórnar LK sem lagt var fyrir aðalfund 2016.

l. Samningur um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar, gr. 9.2. Stjórn felur framkvæmdastjóra að fara yfir verklagsreglur um útdeilingu þessara fjármuna, á svipuðum grunni og gert er ráð fyrir í minnisblaði stjórnar LK sem lagt var fyrir aðalfund 2016.

m. Frestun ákvæða aðbúnaðarreglugerðar til 2018. Senda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og MAST, fylgja eftir á fundi með þessum aðilum.

n. Ítekun á að jafnræðis verði gætt við eftirlit. Senda til SLR og MAST.

o. Áskorun til stjórnvalda um tollvernd. Senda á SLR, FJR, FOR og alþingismenn.

p. Hvatning til LK til að beita sér fyrir málefnalegri umræðu um landbúnað.  Brýning til stjórnar og starfsmanna LK.

q. Bændum verði heimilað að hefja meðhöndlun veikra dýra í samráði við dýralækni. Ræða málið við forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands.

r. Áskorun á MS um markaðssetningu mjólkurafurða. Senda á MS, er í farvegi.

s. Smithætta vegna innflutnings á ófrosnu kjöti. Tengja skrif próf. Karls G. Kristinssonar við málið. Senda á BÍ, SLR, heilbrigðisráðherra, alþingismenn og sóttvarnaráð.

t. Afkomuvöktun nautgriparæktarinnar. Senda til BÍ, RML, Hagstofu Íslands og búnaðarsamböndin. Senda bændum eyðublað um upplýst samþykki til notkunar á bókhaldsgögnum, formaður fylgi málinu eftir með stuttri grein í Bbl.

u. Um dýravelferð. Senda til BÍ, fagráð um velferð dýra, SLR, MAST og Dýraverndarsamband Íslands.

v. Útfærsla rammasamnings landbúnaðarins. Er beint til stjórnar, senda á BÍ og SLR.

w. Um dýravelferð. Senda til BÍ, fagráð um velferð dýra, SLR, MAST og Dýraverndarsamband Íslands.

x. Tillaga að félagsgjaldi. Er beint til stjórnar. Verkefni næstu mánaða að útfæra innheimtu.

y. Póstþjónusta í dreifbýli. Senda stjórn Íslandspósts og Innanríkisráðherra.

z. Ráðstöfun fjármuna vegna slita á Framleiðsluráðssjóði. Beint til stjórnar sem vinni að uppsetningu á verklagsreglum vegna sjóðsins.

aa.  Breytingar á samþykktum LK. Breytingar á samþykktum LK hafa þegar verið birtar á heimasíðu samtakanna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri LK