Stjórnarfundir – 08. fundur 2000/2001
29.01.2001
Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda
Áttundi fundur stjórnar LK starfsárið 2000/2001 var haldinn sem símafundur mánudaginn 29. janúar 2001 og hófst hann klukkan 20:00. Á línunni voru Þórólfur Sveinsson, Gunnar Sverrisson, Kristín Linda Jónsdóttir, Birgir Ingþórsson, Egill Sigurðsson og Sigurgeir Pálsson. Einnig var á línunni Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, og ritaði hann fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár:
1. Tillaga stjórnar LK að ályktun fyrir fulltrúafund
Formaður fór yfir drög að tillögu stjórnar LK um ályktun fyrir komandi fulltrúafund, sem send hafði verið milli stjórnarmanna milli funda. Nokkur umræða varð um útfærslu ályktunarinnar og greinargerðar og henni breytt lítillega. Þá var sérstaklega rætt um síðustu málsgrein tillögunnar, þar sem segir:
“Jafnframt ákveður fundurinn að framhald verkefnisins verði ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðenda eftir nánari ákvörðun fulltrúafundar LK”.
Kristín Linda taldi að heppilegra væri að í málsgreininni stæði frekar félagsmanna í stað mjólkurframleiðenda. Egill benti á að æskilegra væri að í stað ákvörðunar fulltrúafundar væri stjórn LK falið ákvörðunin, enda væri mikilvægt að stjórn geti hafist handa við atkvæðagreiðsluna án verulegs fyrirvara. Tillagan var þvínæst borin undir atkvæði og hún samþykkt samhljóða. Ákveðið var að senda tillöguna, ásamt greinargerð, til fulltrúa aðildarfélaga LK á komandi fulltrúafundi, ásamt formönnum aðildarfélaganna. Ákveðið var að óska eftir því við Guðmund Þorsteinsson, Skálpastöðum, að taka að sér fundarstjórn og Gunnstein Þorgilsson, Sökku, að vera honum til aðstoðar. Þá var framkvæmdastjóra falið að útvega ritara fyrir fundinn.
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 2150
Næsti fundur haldinn 5. febrúar 2001 kl. 13:00
Snorri Sigurðsson