Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 10. 2015-2016

04.01.2016

Tíundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2015-2016, haldinn á Bitruhálsi 1 í Reykjavík, mánudaginn 4. janúar 2016 kl. 11.00. Mætt eru Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Þórólfur Ómar Óskarsson. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

Formaður setti fund  og gekk til dagskrár.

 

1. Fundargerðir síðustu funda. Frá síðasta reglulega stjórnarfundi hafa verið haldnir tveir símafundir. Afgreiddar með fáeinum athugasemdum. Verði birtar á vef samtakanna að loknum fundi.

 

2. Afmælisrit LK. Ákveðið á fyrri stigum að fá Þórólf Sveinsson, fyrrverandi formaður LK til að taka saman efnisþætti úr sögu samtakanna. Mjög mikið af efni á vefnum timarit.is úr fjölmiðlum með umfjöllun um einstaka þætti í starfi LK frá fyrri tíð. Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum hefur einnig verið að vinna samantekt um aðdraganda að stofnun LK. Að mati Þórólfs er nauðsynlegt að fá fleiri að verkinu til að fara yfir söguna frá og með aldamótunum eftir að hann tók við formennsku í LK. Lagt til að Helgi Bjarnason blaðamaður verði fenginn til að sjá um ritstjórn á verkinu. Mikilvægt út frá trúverðugleika og varðveislugildi verksins að fá utanaðkomandi aðila. Stjórn felur framkvæmdastjóra að hafa samband við Helga og fá hann til verksins.

 

3. Aðalfundur og afmæli LK 2016. Formaður reifaði hugmyndir að uppsetningu á aðalfundi og fagþingi. Stjórn er þeirrar skoðunar að fyrirkomulag á skýrslu stjórnar, sem viðhaft var á síðasta fundi verði einnig á þeim næsta, þar sem hún þótti heppnast vel. Stjórn leggur til að Fagþing hefjist að loknum almennum umræðum aðalfundar. Málstofur verði svofelldar: Mjólkurframleiðsla í breyttu umhverfi. Nautakjötsframleiðsla, gæði, hagkvæmni og stuðningsfyrirkomulag. Bútækni: fóðrunartækni og geymsla búfjáráburðar. Framkvæmdastjóra falið að tilnefna í afmælisnefnd, sem hefji störf sem fyrst.

 

4. Búnaðarþing. Formaður fór yfir ýmis atriði varðandi komandi búnaðarþing, sem verður sett sunnudaginn 28. febrúar n.k. Kosið verður í stjórn BÍ á þinginu, stjórnarmönnum fækkar úr 7 í 5. Reifaðar tillögur að málum til þingsins, m.a. um heilbrigðisskoðun sláturdýra, þannig að óheimilt verði að stöðva slátrun. Framkvæmdastjóra falið að kanna fyrirkomulag slíkra mála í nágrannalöndunum. Dýralæknaþjónusta. Flutningur nautgripa milli varnarhólfa. Staða ráðgjafaþjónustunnar og hugsanleg sala á RML. Búnaðargjald og þróunarfé búgreinanna.

 

5. Staða framleiðslumála. Framkvæmdastjóri reifaði þróun framleiðslu nautgripaafurða undanfarinna vikna, framleiðsla mjólkur er áfram mjög mikil. Farið yfir helstu atriði í greiðslumarksreglugerð 2016 sem gefin var út skömmu fyrir áramót. Uppgjör jarðræktargreiðslna vegna tilfærslna innan verðlagsára og fjárlagaára hefur undanfarin ár verið tekið út fyrirfram, hækkun beingreiðslna minni milli ára en annars hefði orðið, til að jafna þann halla sem myndast hefur af þessum sökum. Framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna er 80% og greiðslumarkið 136 milljónir lítra. Að öðru leyti er reglugerðin óbreytt frá fyrra ári.

 

6. Samningar um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Formaður reifaði stöðu búvörusamninga. Síðasti samningafundur var haldinn 17. desember s.l. Kominn nýr flokkur í samningsdrögin sem ber heitið framleiðslujafnvægi, í þann flokk verði hægt að færa fjármuni til að hafa áhrif á umfang framleiðslu. Setja upp sviðsmyndir til að máta tillögurnar við mismunandi bú. Vilji ríkisins stendur til að setja fjármuni í nautakjötsframleiðsluna. Ekki liggur fyrir heildarumfang fjármuna, vilji ráðherra stendur til að auka við nautgriparæktarsamninginn og sauðfjársamninginn.

 

7. Holdanautamálið. Komið fram mjög ákveðið vilyrði fyrir fjármögnun einangrunarstöðvar árið 2017, 100 m. kr. Rætt verði við BÍ og BSSL um hvernig haldið verður utan um framkvæmd verkefnisins.

 

8. Félagskerfisnefnd LK. Formaður reifaði stöðu mála sem ólokið er, þeirra á meðal er félagsuppbygging og fjármögnun LK. Stefnt að fundarboði í næstu viku. Nefndin skoði samþykktir LK, verkaskiptasamning LK og BÍ, ársreikning og fjárhagsáætlun LK. Einnig verði samþykktir hliðstæðra samtaka í nálægum löndum kannaðar.

 

9. Styrkbeiðnir:

a. Styrkbeiðni frá Ara Trausta Guðmundssyni. Samtökin hafa ekki beina aðkomu að verkefninu og er því hafnað.

b. Styrkbeiðni Beint frá býli. Landssamband kúabænda stendur frammi fyrir því verkefni að þurfa að fjármagna starfsemi sína með félagsgjöldum og eru þau því ekki aflögu fær. Erindinu er hafnað.

 

10.  Önnur mál.

a. Landssamtök smábátaeigenda. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við fyrirsvarsmenn Landssamtaka smábátaeigenda vegna rammasamnings sem samtökin hafa gert um olíuviðskipti félagsmanna.

 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda