Beint í efni

Stjórnarfundir – 13. 2014-2015

27.02.2015

Fundargerð þrettánda fundar stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2014-2015. Símafundur haldinn föstudaginn 27. febrúar 2015 kl. 14.00. Á línunni voru Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Jóhann Nikulásson og Trausti Þórisson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

1. Kaup NautÍs á Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Formaður reifaði málið og stöðu þess. Farið yfir tillögu að skiptingu hlutafjárframlaga LK og BÍ. Algert skilyrði að hálfu stjórnar að LK eignist ráðandi hlut, enda kveðið á um slíkt í ályktun síðasta aðalfundar LK um málið. Farið yfir breytingar á drögum að samstarfssamningi NautÍs við RML, markmið LK og BÍ með breytingum á eignaraðild Nautastöðvarinnar og breytingar á verkaskiptasamningi LK og BÍ. Stjórn telur sér ófært að ganga lengra í samningum við BÍ á þess að málið fari til umfjöllunar aðalfundar.

 

2. Búnaðarþing 2015. Fram hefur komið að Guðrún Sigurjónsdóttir búnaðarþingsfulltrúi LK getur ekki setið þingið og tekur Laufey Bjarnadóttir sæti hennar. Þá er óvíst hvort Jóhannes Jónsson getur setið búnaðarþing, en varamaður hans er Jóhanna Hreinsdóttir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.01

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda