Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 9. 2014-2015

18.11.2014

Fundargerð níunda fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2014-2015. Símafundur haldinn þriðjudaginn 18. nóvember 2014 kl. 16.00. Á línunni voru Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Jóhann Nikulásson og Trausti Þórisson. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

1. Stofnun Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands ehf. Þrátt fyrir að samningaviðræðum við BÍ um kaup LK á Nautastöðinni sé ekki lokið, leggur formaður til að félagið verði stofnað svo það geti tekið til starfa um næstu áramót. Gerir tillögu um að stjórn verði skipuð þremur mönnum, auk tveggja varamanna sem allir komi úr núverandi stjórn LK, auk þess að félagskjörnir skoðunarmenn LK verði einnig skoðunarmenn reikninga félagsins. Stjórn samþykkir tillögu formanns. Lagt til að fyrsta stjórn Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands ehf verði þannig skipuð: Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, meðstjórnandi og Trausti Þórisson, meðstjórnandi. Í varastjórn Jóhann Gísli Jóhannsson og Jóhann Nikulásson.

 

2. Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins. Síðan 2006 hefur Landssamband kúabænda stutt við starf nefndarinnar með 2 m.kr. framlagi. Í fjárhagsáætlun LK fyrir yfirstandandi ár var ekki gert ráð fyrir þessu framlagi, m.a. vegna fyrirsjáanlegra breytinga á fjámögnun samtakanna. Hins vegar var gert ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun SAM fyrir árið 2014. Niðurstaða stjórnar LK er að ekki skuli greiða slíkt framlag á yfirstandandi ári, enda sé það í samræmi við ákvörðun aðalfundar.

 

3. Önnur mál.

 

a. Félagsráðsfundur FKS. Jóhann Nikulásson fór yfir helstu atriði sem fram komu á fundi félagsráðs Félags kúabænda á Suðurlandi. Þar var hvatt til þess að komið yrði upp hugmyndabanka um nautgriparæktarverkefni fyrir nemendur við LbhÍ. Nemendur hafa sent erindi um verkefni til fagstjóra búfjárræktar hjá RML, en þeim hefur ekki verið svarað. Einnig kom fram að stýrivaxtlækkun SÍ skilar sér ekki til lækkunar útlánsvaxta bankanna, einnig hefur RML gert mikinn fjölda rekstraráætlana fyrir bændur en bankar halda að sér höndum í fjármögnun. Mikilvægt að huga að nýjum valkostum við fjármögnun í landbúnaði og líta til þess sem AP pension í Danmörku er að gera. Á fundinum komu einnig fram áhugaverðar upplýsingar úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar um básafjölda og árskúafjölda á einstaka búum.

 

b. Árshátíð 2015. Ákveðið að semja við Ingvar Jónsson, veislustjorinn.is, um að sjá um undirbúning og framkvæmd árshátíðar Landssambands kúabænda 13. mars 2015.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri LK.