Stjórnarfundir – 6. 2014-2015
26.10.2014
Sjötti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2014-2015. Símafundur haldinn mánudaginn 27. október 2014 kl. 21.00. Á línunni voru Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Jóhann Nikulásson og Trausti Þórisson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK ritaði fundargerð.
Þetta var rætt:
1. Kynningarmál. Í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins 23. september sl. hefur geisað harðari umræða um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar en dæmi eru um í áratugi. Mjög illa hefur gengið að koma sjónarmiðum greinarinnar á framfæri í opinberri umræðu. Í ljósi umræðunnar hafa BÍ samið við fyrirtækið Aton til að sjá um kynningarmál og hafa Bændasamtökin óskað eftir aðkomu LK að þeim samningi. Áætlaður kostnaður vegna þessa verkefnis er um hálf milljón kr. Stjórn LK samþykkir að koma að verkefninu og leggur mikla áherslu á að sjónarmið LK ráði för og að samtökin marki stefnuna sem fylgt verði. Formanni og framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.50.
Baldur Helgi Benjamínsson