Stjórnarfundir – 1. 2013-2014
05.04.2013
Fundargerð fyrsta fundar stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2013-2014, haldinn á Bitruhálsi 1 í Reykjavík föstudaginn 5. apríl 2013. Mætt eru Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Jóhann Nikulásson og Trausti Þórisson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna, setti fund kl. 13.45 og var því næst gengið til dagskrár.
1. Kosningar og tilnefningar. Tillaga um Guðnýju Helgu Björnsdóttur sem varaformann. Guðný Helga kosin varaformaður með fjórum atkvæðum, einn seðill auður. Tillaga um Jóhann Gísla Jóhannsson sem ritara. Jóhann Gísli kosinn ritari með fjórum atkvæðum, einn seðill auður. Tilnefningu fulltrúa LK í Verðlagsnefnd búvara var frestað. Tillaga um að Jóhann Nikulásson verði fulltrúi LK í Samstarfsnefnd SAM og BÍ og að Jóhann Gísli Jóhannsson verði varamaður hans. Sú tillaga samþykkt. Tillaga um að Sigurður Loftsson verði fulltrúi LK í framkvæmdanefnd búvörusamninga. Sú tillaga samþykkt. Tillaga um að Baldur Helgi Benjamínsson verði fulltrúi LK í Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins. Sú tillaga samþykkt. Tillaga um að fulltrúar LK í fagráði í nautgriparækt verði Guðný Helga Björnsdóttir, Þórarinn Leifsson og Sigurður Loftsson. Sú tillaga samþykkt.
2. Framkvæmd aðalfundar 2013. Ýtarlegar umræður um framkvæmd fundarins. Það er mat stjórnar að framkvæmd hans hafi tekist vel og aðbúnaður fundarmanna og umgjörð fundarins hafi verið mjög góð. Litlar umræður um tillögur eru þó umhugsunarefni að mati stjórnar. Stjórn telur æskilegt að ritarar starfsnefnda fari yfir tillögur annarra nefnda til að tryggja enn vandaðri umfjöllun þeirra og afgreiðslu út úr nefndum fundarins.
3. Aðalfundur LK 2014. Stjórn ákveður að næsti fundur skuli haldinn 28. og 29. mars 2014 í Reykjavík. Formaður kynnti tillögu um að steypa saman ársfundi fagráðs og fagfundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn yrði á fimmtudeginum fyrir aðalfund, 27. mars 2014. Fundurinn verði opinn öllu áhugafólki um nautgriparækt og í beinni útsendingu á netinu. Fagfundur þessi verði samstarfsverkefni LK og fagráðs í nautgriparækt. Stjórn samþykkir tillöguna og mælir með að hún verði tekin til umræðu á næsta fundi fagráðs. Framkvæmdastjóra falið að leita tilboða í aðstöðu fyrir fundina.
4. Úrvinnsla ályktana aðalfundar 2013. Ályktun um mengandi starfsemi verði send til umhverfisráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis, endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar. Leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti – fyrirmyndarbú. Málið er í vinnslu í starfshópsins. Atvinnuvegaráðuneyti hefur óskað eftir eftir tilnefningu LK í starfshópa um smíði reglugerða á grundvelli laga um velferð dýra. Ákveðið að tilnefna Guðnýju Helgu Björnsdóttur til setu í hópnum. Ákveðið að stefna að sameiginlegum fundi með stjórn Auðhumlu um þetta mál. Ályktun um öryggismál. Stjórn telur ástæðu til að hvetja Bbl. til að vera með öfluga umfjöllun um öryggismál bænda, sérstaklega í ljósi mjög alvarlegra slysa að undanförnu. Einnig verði settur saman gátlisti fyrir bændur um slysavarnir heima á búunum. Afar mikilvægt að vekja bændur til umhugsunar um þessi alvarlegu mál. Samstarf við BÍ um málið er þegar komið á. Ályktun um sæðingamál. Landssamband kúabænda á ekki beina aðkomu að rekstri kúasæðinga, því velt upp með hvaða hætti getur LK hlutast til um þessi mál og hvernig hægt verði að ýta undir aukið samstarf á þessu sviði. Ákveðið að senda ályktunina til BÍ. Ályktun um kynbótastarf. Verði send fagráði. Nautakjötsmál og endurnýjun á erfðaefni holdanautastofna. Málið er í farvegi og stefnt er að næsta fundi nefndarinnar 9. apríl n.k. Ályktun um vörusvik. Verði send á MAST, atvinnuvegaráðuneyti, Neytendasamtökin, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, framkvæmdastjóri kanni undir hvaða ráðuneyti heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga tilheyrir og sendi tillöguna jafnframt þangað. Ályktun um frumvarp til breytinga á jarðalögum. Framkvæmdastjóri kanni hvar málið er statt. Raforkumál. Ákveðið að senda til forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, atvinnuvegaráðuneytis, innanríkisráðuneytis, RARIK, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, BÍ og alþingismanna. Arðgreiðslukrafa á RARIK. Senda á sömu aðila og í tillögu um raforkumál. Útflutningsmál. Senda stjórnum MS, Auðhumlu, KS og SAM. Ræða á fundi með Auðhumlu svf. Tollkvótar. Senda til SAM, MS og BÍ, ásamt atvinnuvegaráðuneyti. Ræða við nýjan atvinnuvegaráðherra að loknum kosningum. Kynning nautgripaafurða fyrir ferðamönnum. Senda á MS, SAM og sláturleyfishafa. Ræða á sameiginlegum fundi Auðhumlu svf. Lánamál. Senda til helstu lánastofnana og BÍ. Stefna að fundi með fjármálafyrirtækum líkt og undanfarin ár. Geðslag kúa. Senda til fagráðs í nautgriparækt. Afgreiðslu annarra ályktana var frestað til næsta stjórnarfundar.
5. Önnur mál.
A. Nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands hefur óskað eftir að funda með LK, þar sem tekin verði fyrir brýnustu málefni greinarinnar á komandi mánuðum. Formanni falið að koma fundinum á sem fyrst.
B. Verð á umframmjólk. Stjórn LK lýsir undrun á lágu skilaverði á umframmjólk í ljósi mikilla verðhækkana á heimsmarkaði. Samkvæmt skýrslu um skilaverð mjólkurafurða, sem lögð var fram í stefnumörkunarvinnu LK árið 2008 virðast vera forsendur fyrir talsvert hærra skilaverði en raunin er. Ákveðið að senda svofellda ályktun á stjórn Auðhumlu:
Stjórn Landssambands kúabænda lýsir undrun á lágu skilaverði á umframmjólk í ljósi mikilla verðhækkana mjólkurafurða á heimsmarkaði. Frá því stjórn Auðhumlu svf. tók síðast ákvörðun um verð á umframmjólk í lok ágúst 2012, hefur heimsmarkaðsverð á smjöri hækkað um rúmlega 40% og verð á undanrennudufti um 70%. Gengi bandaríkjadals er nánast það sama nú og þá var. Í ljósi þessa er það mat stjórnar LK að ákvörðun stjórna Mjólkursamsölunnar ehf og Auðhumlu svf. um 9,1% hækkun á verði umframmjólkur, sem kynnt var 3. apríl sl. sé í meira lagi varfærin og eru þær hvattar til að endurskoða hana hið fyrsta.
C. Ákveðið að stefna að næsta stjórnarfundi LK 3. maí n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15.
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda