Beint í efni

Stjórnarfundir – 11. 2012-2013

21.03.2013

Fundargerð 11. fundar stjórnar Landssambands kúabænda á starfsárinu 2012-2013, haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum fimmtudaginn 21. mars 2013. Mætt eru Sigurður Loftsson, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Jóhann Nikulásson og Trausti Þórisson. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 17.45. Því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Afgreiðsla reikninga. Frestað þar til skoðunarmenn hafa yfirfarið reikninga.

 

2. Tillögur. Farið yfir drög að tillögum stjórnar til aðalfundar; útflutningsmál mjólkurafurða, aukinn tollkvóta á útfluttum mjólkurafurðum, kynningu nautgripaafurða fyrir erlendum ferðamönnum og lánamál bænda.

 

3. Jarðræktarsjóður BÍ. Bændasamtökin hafa óskað eftir afstöðu LK til afnáms skerðingarákvæða í verklagsreglum jarðræktarsjóðs. Stjórn telur eðlilegt að skerðingarákvæði verði afnumin, enda stuðli það að aukinni hagkvæmni og fjölbreytni í jarðrækt.  

 

4. Afgreiðsla fundargerða 10. og 11. fundar. Fundargerðirnar afgreiddar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.28.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda