Beint í efni

Stjórnarfundir, 12. 2016 – 2017

09.10.2016

Stjórnarfundir, fundur nr. 12. 2016-2017

Dags. 9.10.2016

12. fundur stjórnar Landssambands kúabænda haldinn 9. október 2016 kl. 15:00 sem símafundur.

Mætt voru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, Bessi Vésteinsson, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var rætt:

1. Reglugerðir búvörusamninga

Framkvæmdastjóri kynnti drög að tillögum LK til framkvæmdahóps sem fer með reglugerðir búvörusamninga. Miklar umræður um nýliðun, stuðning við nautakjötsframleiðslu og fjárfestingastuðning. Stjórn samþykkti tillögur og felur framkvæmdastjóra að senda áfram á framkvæmdahóp.

 

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 16:30.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda