Beint í efni

Stjórnarfundir – 11. 2010-2011

24.03.2011

Fundargerð stjórnarfundar LK 24. mars 2011. Haldinn á Hótel KEA á Akureyri. Mætt eru Sigurður Loftsson, formaður, Sigurgeir Bjarni Hreinsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Baldur Helgi Benjamínsson ritaði fundargerð. Fundur settur kl. 15.10.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna, setti fund og gekk til dagskrár.

 

1. Fundargerð síðasta fundar undirrituð og afgreidd.

2. Reikningar og fjárhagsáætlun. Afkoma af rekstri LK var neikvæð um 13,3 m.kr. árið 2010. Tekjur af búnaðargjaldi eru mun minni en áætlað var og munar þar 14,9 m.kr. Ítarlegar umræður urðu um reikninga og fyrirkomulag á innheimtu og útdeilingu búnaðargjalds. Kostnaður vegna setu framkvæmdastjóra í samningahópi vegna aðlögunarviðræðna að ESB verði skoðaður í samráði við BÍ. Fjárhagsáætlun rædd ítarlega og afgreidd með 1,5 m.kr. rekstrarafgangi.

3. Útflutningsmál. Formaður fór yfir fund með Baldvin Jónssyni um útflutningsmál mjólkurafurða sem haldinn var 17. mars s.l. Síðasta haust kom upp sú hugmynd að LK myndi leggja til fjármagn til Íslandsstofu sem færu til að standa straum af kostnaði við markaðsfulltrúa í USA, ásamt Landssamtökum sauðfjárbænda. Sú hugmynd er í uppnámi enn sem komið er. Ekkert er handfast til að leggja fyrir aðalfund LK varðandi ráðstöfun fjármagns, það hefur engan tilgang að setja fjármuni í verkefni sem óvíst er með eftirfylgni af hálfu mjólkuriðnaðarins. Talsverðar umræður urðu um sérleyfisveitingu á framleiðsluleyfum á t.d. skyri í Noregi, Danmörku og etv. víðar. Hugmyndin var einnig að koma á beinu sambandi milli MS og WFM, slíkt hefur ekki gerst ennþá og hnökrar virðast vera á samskiptum fyrirtækjanna. Skyr er ekki lögverndað og viðurkennt vöruheiti, verið að vinna í þeim málum. Ítarlegar umræður um útflutning og markaðssetningu. Æskilegt að ný stjórn velti þessum málum fyrir sér á nýju starfsári.

4. Tilnefning í tilraunanefnd Stóra Ármóts. Landssambandi kúabænda hefur borist erindi frá formanni Búnaðarsambands Suðurlands um tilnefningu fulltrúa LK í tilraunanefnd Stóra Ármóts.  Stjórn tekur vel í erindið, með þessu fái Landssamband kúabænda aðkomu að fagstarfinu þar. Talsverðar umræður urðu um málið og vangaveltur um hinar tilraunastöðvarnar og hvort eðlilegt væri að LK eigi svipaða aðkomu að þeim einnig. Formaður Fagráðs, framkvæmdastjóri og formaður LK skoði málið fram að næsta fundi stjórnar LK.

5. Aðalfundur. Undirbúningur aðalfundar í ágætu horfi. Ákveðið að tillaga stjórnar að samþykktabreytingum verði sett í starfsnefnd 2.

6. Önnur mál.
a. Viðurkenningar. Ákveðið að veita ekki viðurkenningar í ár. Þeirri hugmynd varpað fram að taka saman yfirlit yfir þau bú sem skilað hafa flestum nautkálfum inn í sameiginlegt ræktunarstarf sem nautsfeður.
b. Mjólkurnýting verði birt í skýrsluhaldi.
c. Sigurgeir B. Hreinsson gefur ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu. Honum er þakkað fyrir mjög gott samstarf undanfarin 2 ár.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda