Beint í efni

Stjórnarfundir, 11. 2016 – 2017

03.10.2016

11. fundur stjórnar Landssambands kúabænda haldinn 3. október 2016 kl. 16:00 sem símafundur

Mætt voru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, Bessi Vésteinsson, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var rætt:

1. Áskorun til Auðhumlu um að birta verð næsta árs fyrir umframmjólk

Stjórn LK felur framkvæmdastjóra að senda áskorun á stjórn Auðhumlu um að birta verð næsta árs fyrir umframmjólk svo fljótt sem auðið er. Síðasti uppboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk verður 1. nóvember næstkomandi og þurfa tilboð vegna hans að hafa borist í síðasta lagi 26. október. Viðskipti á þeim markaði gilda fyrir greiðslumark árið 2017. Því er mikilvægt fyrir þá bændur sem sjá fram á framleiðslu umframmjólkur á árinu að hafa verð til viðmiðunar fyrir þann tíma svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um sölu eða kaup á greiðslumarki.

2. Áskorun til Kjötafurðastöðvar KS um að afturkalla lækkun á nautakjötsverði

Stjórn LK felur framkvæmdastjóra að senda áskorun á stjórn KS um að falla frá lækkun á nautakjötsverði. Með verðlækkun sem þessari er KS að senda röng skilaboð til íslenskra bænda sem eru ekki til þess fallin að hvetja til aukinnar framleiðslu á nautakjöti. Skilaboðin sem verðlækkun sendir á markaðinn getur snert alla framleiðendur nautgripakjöts í landinu ef önnur sláturhús fylgja eftir. Auk þess er ekki að sjá að með verðlækkuninni sé verið að hvetja til aukinnar framleiðslu á gæðakjöti, heldur þvert á móti.

 

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 16:40.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda