Beint í efni

Stjórnarfundir – 10. 2010-2011

15.03.2011

Símafundur stjórnar 15. mars 2011. Á línuna eru mætt Sigurður Loftsson, formaður, Sigurgeir Hreinsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Jóhann Nikulásson. Fundur settur kl. 14.05. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

1. Skipulag aðalfundar. Gerð tillaga að starfsmönnum fundarins, skipan nefnda og formenn. Rætt um gesti fundarins og hverjir þeirra starfa með nefndum og þá hverjum.  Rædd ýmiss atriði varðandi framkvæmd fundarins. Fram kom að Sigurgeir Bjarni Hreinsson gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

2. Ályktanir stjórnar. Rædd drög að ályktunum stjórnar fyrir aðalfund.
a. Kjaramálaályktun
b. Breytingar á búvörulögum
c. Breytingar á rekstrarumhverfi greinarinnar
d. Jarðalög
e. Skipulag og fjármögnun félagskerfisins
f. Nautakjötsframleiðslan
g. Skuldamál bænda

3. Fjölmiðlavöktun LK. Kostnaður LK vegna fjölmiðlavöktunar Creditinfo er um 780.000 kr á ári. Mat stjórnar er að eftirtekja hennar sé ekki í samræmi við kostnað. Ákveðið að hætta kaupum á þessari þjónustu.

4. Erindi frá Bjargráðasjóði. Halli er á stöðu nautgriparæktarinnar í Bjargráðasjóði. Stjórn sjóðsins gerir þá tillögu að greiðslum vegna júgurbólgutjóna verði hætt. Stjórn samþykkir tillöguna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.01.

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK