Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 12. f. 1999/2000

22.08.2000

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda


Níundi fundur stjórnar LK var haldinn á Hótel Selfossi þriðjudaginn, 22. ágúst 2000 og hófst hann klukkan 21. Fundinn sátu Þórólfur Sveinsson, Gunnar Sverrisson, Kristín Linda Jónsdóttir, Hjörtur Hjartarson og Birgir Ingþórsson. Einnig sat fundinn Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, og ritaði hann fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og því næst var gengið til dagskrár:

1. Verðlagsmál
Þórólfur kynnti helstu niðurstöður síðasta fundar verðlagsnefndar, þar sem kynntir voru nýjir útreikningar Hagþjónustu landbúnaðarins á byggingarkostnaði eins ákveðins fjóss. Þar komu fram verulegar kostnaðarlækkanir, sem vöktu ýmsar spurningar. Eftir miklar umræður um málið, var samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að vinna að skoðun á raunkostnaði við ýmsar fjósbyggingagerðir, með aðstoð frá helstu fagaðilum sem tengjast málinu.

2. Framleiðsluráðsgjald
Þórólfur fór yfir stöðu Framleiðsluráðssjóðs og áætlun um væntanlegar tekjur LK af vöxtum sjóðsins. Reikna má með um þremur milljónum í tekjur til handa LK af áðurnefndum sjóði miðað við núgildandi vaxtastig.

3. NRF-umsóknin
Þórólfur kynnti niðurstöður fundar hans og Snorra með Guðna Ágústssyni þ. 21. ágúst. Þar voru rædd ýmis málefni og sérstaklega ýmis atriði sem snerta fyrirhugaðan tilraunainnflutning. Í þeim viðræðum kom fram að ráðherra hefur fengið öll gögn til að taka afstöðu í málinu. Málið var mikið rætt og ákveðið að halda sjó og bíða ávarps ráðherra á aðalfundinum.

4. Önnur mál
– Undirbúningur aðalfundar
Rætt var um stöðu mála og farið yfir tillögur stjórnar. Þá voru ýmis framkvæmdaatriði rædd.

– Hjörtur Hjartarson hættir störfum
Hjörtur tilkynnti að hann væri að hætta og þakkaði fyrir samstarfið. Þórólfur og aðrir fundarmenn þökkuðu honum einnig fyrir gott samstarf.
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:30
Snorri Sigurðsson