
Stjórn Nautgripabænda gefur áframhaldandi kost á sér!
22.02.2023
Sitjandi stjórnarmenn, þau Bessi Freyr Vésteinsson, Vaka Sigurðardóttir og Sigurbjörg Ottesen gefa öll áframhaldandi kost á sér til stjórnarsetu. Rafn Bergsson hefur gefið kost á sér til formannssetu.
Auk þess hefur 1. varamaður stjórnar, Guðrún Eik Skúladóttir gefið kost á sér til stjórnarsetu á komandi ári.
Allir fullgildir félagsmenn í búgreinadeild Nautgripabænda BÍ geta gefið kost á sér til og þannig gegnt trúnaðarstörfum fyrir deildina.
Hafi fólk áhuga á því að bjóða sig fram og kynna sig, hvort sem það er til formanns, í stjórn eða varastjórn hvetjum við viðkomandi eindregið til að hafa samband við Guðrúnu Björgu (gudrunbjorg@bondi.is) og mun hún sjá um að koma umbeðnum upplýsingum á helstu miðla deildarinnar.