Beint í efni

Stjórn LK telur sig ekki geta brugðist við ályktunum um innflutning

09.11.2005

Á 5. stjórnarfundi LK, sem haldin var í gær, var m.a. rætt um þær tvær tillögur sem borist hafa frá aðildarfélögunum í Borgarfirði og Eyjafirði, um að strax beri að huga að undirbúningi innflutnings nýs erfðaefnis vegna framleiðsluaðstæðna hér á landi nú um stundir. Fram kom hjá fundarmönnum að ekki væri hægt að bregðast við þessum ályktunum með beinum hætti án þess

að bera það undir félagsmenn LK enda hefði innflutningsmálið verið fellt af þeim árið 2001. Þar til aðalfundur, eða atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna LK ákveður annað, geti stjórn LK því ekki brugðist við erindunum.