
Stjórn LK fundar í dag, einnig Fagráð
30.05.2005
Í dag fyrir hádegið mun Fagráð í nautgriparækt funda og eftir hádegið stjórn LK. Ýmis áhugaverð efni verða tekin fyrir á fundunum s.s. niðurstöður athugana á kálfadauða, stærð greiðslumarks næsta verðlagsárs, framkvæmd næsta mjólkursamnings, útflutningur mjólkurvara ofl. Dagskrár fundanna eru svohljóðandi:
Dagskrá fundar Fagráðs í nautgriparækt:
1. Fyrirliggjandi niðurstöður vegna athugana á kálfadauða.
– Rætt verður um næstu skref.
2. Umsóknir um styrki vegna rannsókna:
a. Hagkvæmnismörk framleiðslu mjólkur utan/innan greiðslumarkskerfisins – LK
b. Könnun á reynslu bænda af mjaltaþjónum – LBHÍ/LK/SAM
c. Flæðihraði mjólkur við mjaltir – LBHÍ
d. Áhrif lausra fitusýra á bregðgalla mjólkur – LBHÍ
e. Sumarbeit mjólkurkúa – LBHÍ
f. Tækni við mjólkurfóðrun kálfa – LBHÍ
g. Legusvæði fyrir kálfa og kvígur – LBHÍ
h. Ísgerð – einkaumsókn
i. Kennslubók í nautgriparækt – LBHÍ
3. Er þörf einhverra faglegra viðbragða vegna stöðu í framleiðslumálum ?
4. Önnur mál
Dagskrá 2. stjórnarfundar LK:
1. Framleiðslustýring í mjólkurframleiðslu.
2. Ákvörðun greiðslumarks til mjólkurframleiðslu næsta ár.
3. Reglugerð um greiðslumark næsta verðlagsár.
4. Framkvæmd næsta mjólkursamnings.
5. Framleiðslumöguleikar og útflutningsáhugi
6. Önnur mál