Beint í efni

Stjórn LK fagnar vaxtaendurgreiðslu Landsbankans

30.05.2011

Stjórn Landssamband kúabænda hefur samþykkt svofellda ályktun vegna ákvörðunar Landsbankans um endugreiðslu hluta af vöxtum til skilvísra lántakenda:

 

Stjórn Landssambands kúabænda lýsir ánægju með þá ákvörðun Landsbankans að endurgreiða skilvísum viðskiptavinum bankans 20% af greiddum vöxtum á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011, eins og fram kemur í tilkynningu á heimasíðu bankans þann 26. maí s.l. Að mati Landssambands kúabænda er þessi ákvörðun Landsbankans mikilvægt skref í þá átt að leiðrétta þann forsendubrest fjárskuldbindinga sem til varð í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins árið 2008.
Landssamband kúabænda skorar á aðrar fjármálastofnanir að grípa til viðlíka aðgerða gagnvart viðskiptamönnum sínum nú þegar, enda grundvallaratriði að allir landsmenn sitji við sama borð í þessum efnum.

 

LK vill hvetja umbjóðendur sína til að hafa samband við viðkomandi útibú hið fyrsta til að fara yfir stöðuna, þar sem hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða./BHB