Beint í efni

Stjórn LK: Búnaðargjald lækki a.m.k niður í 1,2%

23.09.2005

Á stjórnarfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í gær, var meðal annars fjallað um væntanlegar breytingar á búnaðargjaldi, og lagði stjórnin fram eftirfarandi tillögu:

 

„Stjórn fjallaði um væntanlegar breytingar á búnaðargjaldinu vegna þess að Lánasjóður landbúnaðarins heyrir brátt sögunni til, sem og vegna tillögu aðalfundar LK um Bjargráðasjóð. Stjórn leggur því til eftirfarandi skiptingu búnaðargjaldsins:

 

Tillaga A:

Landssamband kúabænda         0,15

Búnaðarsambönd                      0,50

Bændasamtök Íslands               0,35

Samtals búnaðargjald               1,00

 

Lagt er til að færa til fjármuni á milli BÍ og LK vegna verkefnastöðu og breyttra verkefna á liðnum misserum.

 

Til vara leggur stjórn til, ef ekki telst mögulegt að fella út gjald til Bjargráðasjóðs með öllu:

 

Tillaga B:

Landssamband kúabænda         0,30

Búnaðarsambönd                      0,50

Bændasamtök Íslands               0,35

Bjargráðasjóður                        0,05

Samtals búnaðargjald               1,20

 

Verði tillaga B valin, mun Landssamband kúabænda óska eftir því við landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum nr. 99/1993 og fella út ákvæði um innheimtur á verðskerðingargjaldi á nautgripi. Með því móti munu álögur á nautakjötsframleiðendur lækka um 14-16 milljónir árlega“.