Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórn Auðhumlu á faraldsfæti

21.01.2012

Á morgun hefst nokkurra daga fræðsluferð stjórnar Auðhumlu til þriggja afurðastöðva í Evrópu, en tilgangur ferðarinnar er að fræðast um rekstur og starfsumhverfi þeirra. Fyrst verður norður-evrópska afurðastöðin Arla heimsótt í Århus, Danmörku. Næst í röðinni er heimsókn til FrieslandCampina í Hollandi og að síðustu til MUH í Þýskalandi. Öll þessi afurðafélög eru með umfangsmikla starfsemi og sækja mjólk til kúabænda við fjölbreyttar aðstæður og eiga þar með margt sameiginlegt með Auðhumlu.

 

Auk heimsókna í þessar afurðastöðvar, þar sem stjórnarfólk Auðhumlu hittir fyrir kollega sína í stjórnum framangreindra félaga og helstu stjórnendur félaganna, verður farið í nokkrar heimsóknir á kúabú. Auk þess sem farið verður í heimsókn í Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku en þaðan er allir ráðgjöf innan mjólkurframleiðslu stýrt/SS.