Beint í efni

Sterk staða sem hægt er að styrkja

14.06.2019

Matvælastofnun birti í vikunni niðurstöður skimunar fyrir algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýnatakan fram í verslunum. Eins og fram kemur í skýrslunni náði skimunin til helstu sjúkdómsvaldandi örvera sem líklegt er að finna í kjöti þ.e.  salmonellu í svínakjöti, kampýlóbakter  og salmonellu í kjúklingakjöti og shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) í nautgripa- og kindakjöti. Bændur fagna því að Matvælastofnun vinni skimanir sem þessar enda veita þær mikilvægar upplýsingar um stöðu kjötframleiðslu á Íslandi, bæði það sem vel er gert og ekki síður hvar eru tækifæri til úrbóta.