
Stefnumótun íslenskra nautgripabænda á leið til bænda
27.10.2003
Í þessari og næstu viku mun öllum nautgripabændum landsins berast sk. stefnumótun fyrir nautgriparækt á Íslandi. Stefnumótuninni er dreift til bænda í samvinnu LK og mjólkurafurðastöðva landsins og munu mjólkurbílar koma stefnumótuninni til skila. Þeir nautgripabændur sem ekki framleiða mjólk, fá stefnumótunina senda í pósti.
Unnið hefur verið að stefnumótuninni undanfarin tvö ár, og hafa drög hennar þegar verið kynnt bændum á almennum fundum LK sl. haust. Stefnumótuninni er skipt upp í 9 kafla, sem eru eftirfarandi:
1. Markaður fyrir mjólk og mjólkurafurðir innanlands og utan
2. Mjólkuriðnaðurinn
3. Umhverfi mjólkurframleiðslunnar og samkeppni frá innflutningi
4. Opinberar aðgerðir
5. Innra umhverfi mjólkurframleiðslunnar
6. Markaður fyrir nautgripakjöt og nautgripakjötsafurðir
7. Rannsóknir, fræðsla, ráðgjafar- og kynbótastarfsemi
8. Eignarhald, rekstrarform og fjármögnun í nautgriparækt
9. Félagskerfi kúabænda
Stefnumótunin verður jafnframt aðgengileg á vef LK á næstunni.