Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stefnir uppskerumet á korni í heiminum!

05.08.2016

Alþjóða kornráðið IGC (International Grains Council) hefur gefið út spá um kornuppskeru ársins en talið er að heildarframleiðsla ársins endi í 2.046 milljónum tonna! Ef svo fer sem horfir er það næst mesta magn sem hefur verið þreskt í heiminum á einu ári frá upphafi mælinga en heimsmetið var sett fyrir tveimur árum. Árið í ár hefur reyndar verið erfitt til kornrætkar í norðurhluta Evrópu og er t.d. útlit fyrir mun minni uppskeru í Frakklandi en væntingar stóðu til um vegna rigningasumars. Á sama tíma stefnir hins vegar í metuppskeru í Bandaríkjunum og í mörgum af löndum austur Evrópu.

 

Sé litið til skiptingarinnar á kornuppskeru ársins þá er talið að hveitiuppskeran fari í 735 milljón tonn og maís í 1.017 milljón tonn en þessar tvær korntegundir eru lang stærstu tegundirnar sem eru þresktar í heiminum. Vegna hinnar miklu uppskeru er ráðgert að nærri fjórðungur hins uppskorna magns lendi í geymslum eða svokölluðum kornfjöllum. Mikil uppskera er vonandi ávitull á lækkandi heimsmarkaðsverð og þar með lægra kjarnfóðurverð en alþjóðabankinn Rabobank, sem er sérhæfður landbúnaðarbanki, hefur einmitt nýverið sent frá sér spá sína um heimsmarkaðsverð á korni en bankinn spáir því að vegna mikillar framleiðslu muni verðið falla veruelga og það strax í september/SS.