Beint í efni

Stefnir í minni mjólkurframleiðslu í nóvember

27.11.2003

Samkvæmt upplýsingum frá stærstu afurðastöðum landsins stefnir allt í að mjólkurframleiðslan í nóvember verði minni en á sama tíma í fyrra. Skýringuna er væntanlega að finna í tilfærslu á burði kúnna, sem og lélegri fóðurgæðum en vænta mátti. Sennipart nóvember hefur mjólkurframleiðslan þó eitthvað verið að glæast og vonir standa til þess að framleiðslan verði komin vel á skrið í desember. Á þessari stundu liggja ekki fyrir upplýsingar hjá LK um sölu mjólkurvara í nóvember.