Beint í efni

Starfshópur um stefnumótun lokið störfum – bændafundir

23.02.2004

Í morgun lauk vinnu starfshóps sem landbúnaðarráðherra skipaði fyrir rúmu ári síðan og skilaði starfshópurinn skýrslu til ráðherra nú fyrr í dag. Í skýrslunni er ítarleg greining á stöðu mjólkurframleiðslunnar, ásamt tillögum starfshópsins til grundvallar næsta mjólkursamningi. Landbúnaðarráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag helstu niðurstöður.

Þegar í kvöld hefur verið boðað til fyrstu funda aðildarfélaga LK um stöðu og horfur í nautgriparækt og verða fundir bæði í Eyjafirði og Vík í Mýrdal. Á þriðjudag verða fundir í Skagafirði og Húnavatnssýslum, á miðvikudag á Suðurlandi og Egilsstöðum, á fimmtudag í Þingeyjasýslum og Borgarfirði og eftir næstu helgi verða fundir í A-Skaftafellssýslu, Dölum og á Vestfjörðum. Fundirnir eru haldnir af aðildarfélögum LK um allt land.

 

Skýrslan verður í heild sinni aðgengileg á veraldarvef landbúnaðarráðuneytisins fljótlega.