Beint í efni

Stærsti smyglfarmur í sögu Kína

10.07.2012

Nýverið stoppuðu kínverskir tollverðir í kínversku borginni Shenzhen stóra smyglsendingu kjöti. Um gríðarlegt magn var að ræða, heil 1.800 tonn og er áætlað verðmæti smyglvarningsins um 1,2 milljarðar íkr. Tollverðirnir náðu þessu mikla magni í einni sendingu, en alls var um 60 frystigáma að ræða í einu skipi. Í gámunum var stærsti hlutinn nautakjöt, en einnig aðrar kjöttegundir. Fimm manns voru handteknir sem voru taldir tengjast málinu, allt starfsmenn um borð í gámaflutningaskipinu sem flutti gámana.

 

Þó svo að magnið sem um ræðir sé mikið, er talið að gríðarlega miklu magni kjöt sé smyglað árlega til Kína og jafnvel allt að 500.000 tonn, að mestu í gegnum Hong Kong og Víetnam. Ástæðurnar fyrir smyglinu eru hefðbundnar, smyglarar vilja forðast tolla en einnig er í umferð á heimsmarkaðinu mikið magn af sk. óstimpluðu kjöti sem hægt er að koma í verð í Kína/SS.