Beint í efni

Stærsti kjötframleiðandi í heimi stækkar enn!

18.07.2003

Smithfield Foods, stærsti kjötframleiðandi í heimi, tilkynnti fyrir þremur dögum að fyrirtækið hafi yfirtekið Farmland Food, en Farmland Food er bandarískt fyrirtæki sem staðið hefur höllum fæti undanfarin misseri. Fyrir Farmland Foods greiddi Smithfield rúmlega 26 milljarða, eða sem nemur u.þ.b. kostnaði við gerð fjögurra Héðinsfjarðarganga!

 

Eftir samrunann er áætlað að ársvelta samstæðunnar verði rúmlega 700 milljarðar Íkr. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að samstæðan muni ráða yfir um 27% af svínakjötsmarkaðinum í Bandaríkjunum, en framleiðsla fyrirtækisins á svínum fyrir samrunann var um 14,7 milljón svín árlega.