Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stærsta mjaltaþjónabú heims í Chíle

09.07.2016

Í námd við Los Ángeles í Chíle er starfrækt kúabúið Agricola Ancali´s og eru þar 6.500 mjólkurkýr sem eru mjólkaðar með fjórum stórum hringekjum. Árið 2014 voru settir upp átta DeLaval mjaltaþjónar á kúabúinu og nú í mars voru aðrir átta teknir í notkun. Í dag eru því starfandi á búinu 16 mjaltaþjónar sem sinna 950 mjólkurkúm. Eigendur kúabúsins eru svo ánægðir með hvernig gengur að nú er búið að skrifa undir risasamning við DeLaval um afhendingu á 48 mjaltaþjónum til viðbótar.

 
Þegar framkvæmdum við fjósbreytingar og uppsetningu á mjaltaþjónunum verður lokið verða alls 64 mjaltaþjónar á kúabúinu sem munu sjá um 4.500 mjólkurkýr og segir í tilkynningu DeLaval að um stærsta mjaltaþjónabú heims sé að ræða. Þær 2.000 mjólkurkýr sem ekki verða mjólkaðar með mjaltaþjónum verða áfram mjólkaðar með hringekjum/SS.