Beint í efni

Stærsta afurðastöð í heimi!

22.06.2011

Evrópusambandið hefur samþykkt fyrirhugaða yfirtöku franska afurðafélagsins Lactalis á hinu ítalska Parlmalat, en naut.is hafði áður greint frá fyrirhuguðum kaupum. Þar með er ljóst að í kjölfar þessa fransk-ítalska samstarfs verður til stærsta mjólkurafurðafélag í heimi með árlega veltu í kringum 2.300 milljarða íslenskra króna eða sem nemur um fimmföldum tekjum ríkissjóðs Íslands árið 2010! Þetta er þó háð því að ítalska ríkið komi ekki í veg fyrir yfirtökuna en með sérstökum lögum frá því í vor getur þarlend ríkisstjórn gengið inn í kaupin og tekið yfir Parmalat til þess að koma í veg fyrir að fyrirtækið lendi í höndum útlendinga.

 

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur í mati sínu á yfirtökunni tekið tillit til ýmissa þátta varðandi markaðsmál mjólkurafurða og metur s.s. eins og áður segir ekkert því til fyrirstöðu að þetta skref verði stigið/SS.