Beint í efni

Stærsta afurðafélag Þýskalands stækkar

15.05.2013

DMK, stærsta afurðafélag Þýskalands, hefur fengið heimild samskeppnisyfirvalda til þess að auka umsvifin með yfirtöku á ísgerðarfyrirtækinu Roseneis. Fyrir var DMK með eigin ísgerð en auk Roseneis voru helstu samkeppnisaðilar DMK fyrirtækin R&R Ice Cream Deutschland og Eisbar Eis GmbH.

 

Undanfarin ár hefur ríkt gríðarlega hörð samkeppni á þýska ís-markaðinum og því var ekki sjálfgefið að DMK fengi heimild til yfirtökunnar en það gekk eftir og eru eigendur félagsins, hinir þýsku kúabændur, væntanlega sáttir. Roseneis er með fjórar framleiðslustöðvar í Þýskalandi og selur ís til nánast allra landa Evrópusambandsins auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Nýja-Sjálands og Tælands/SS.