Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stækkandi heimsmarkaður osta

06.08.2015

Samkvæmt áliti rannsóknastofnunarinnar Canadean, þá nam virði ostamarkaðar heimsins 216,3 milljörðum dollara árið 2014 en þessi markaður er stækkandi ár frá ári og er talið að árið 2019 þá verði verðmæti ostaviðskipta heimsins komið í 237,2 milljarða dollara sem er aukning um tæp 10% á fimm árum. Skýringin á þessari aukningu felst í auknum kaupmætti fólks í Asíu Suður-Ameríku og vaxandi áhuga neytenda þar á unnum mjólkurvörum eins og ostum.

 

Rannsókn Canadean sýnir ennfremur einkar áhugaverðan hlut, en það er að viðskipti með osta í heiminum dreifist mikið á milli aðila og að á markaðinum með osta eru ótal smáir söluaðilar. Þannig eru t.d. fimm stærstu viðskiptaaðilar heimsins með osta með innan við 10% markaðshlutdeild en það eru fyrirtækin Kraft, Philadelphia, President, Sargento og Galbani/SS.