Beint í efni

Stæðugerð í máli og myndum

16.09.2011

Undanfarin ár hefur verkun á gróffóðri í útistæðum færst í vöxt hér á landi. Ástæður þess eru m.a. að mun minna plast þarf í slíka verkun en hefðbunda verkun í rúllum eða ferböggum, ásamt því að hægt er að nýta ýmsar nytjaplöntur sem gefa gríðarlega uppskeru en henta misjafnlega í rúlluverkun. Í grein Þóroddar Sveinssonar og Svanhildar Ketilsdóttur frá Fræðaþingi 2009, eru niðurstöður ræktunartilrauna með bygg, ertur og repju dregnar saman í eftirfarandi punkta:

 • Byggheilsæði gefur mikla trénis- og sterkjuríka uppskeru og hægt er að auka magn og gæði uppskerunnar með því að sá með ertum eða vetrarrepju.
• Byggheilsæði í blöndu með repju eykur verulega fóðurgildi uppskerunnar miðað við hreint byggheilsæði en minna í blöndu með ertum.
• Uppskera, fóðurgildi og samsetning byggheilsæðis, hreint eða í blöndu með ertum eða repju ræðst mikið af þroskastigi byggs við slátt.
• Byggheilsæði í rúllum og í blöndu með ertum og repju er á mörkum þess að geta talist afurðafóður.
• Hefðbundinn skurðbúnaður í rúlluvélum sker heilsæðið illa sem getur haft neikvæð áhrif á fóðrunarvirði þess.
• Vel þroskað heilsæði getur tapað miklu korni við rúllun og skurð. Byggheilsæði í blöndu með repju eða ertum hentar því betur fyrir stæðuverkun þar sem hægt er að saxa heilsæðið smærra og nota íblöndunarefni.

 

Framkvæmdastjóri LK gerði í sumar athugun með slíka ræktun. Sáð var byggi (Ven, 90 kg/ha) og vetrarrepju (Hobson, 6 kg/ha) í 3 ha spildu sem fékk 30 tn/ha af mykju og 350 kg/ha af 26-6, 250 kg/ha hefðu dugað. Sáð var 5. maí og slegið 5. september, hirðing dróst til 9. september vegna úrkomu. Hirt var með vagni sem útbúinn er með múgsaxa og íblöndunarbúnaði (notuð voru 4×4 og Fireguard). Á myndum hér fyrir neðan má sjá slátt og uppskerustörf./BHB

 

Slegið með dragtengdri sláttuvél – 30 cm stubbar skildir eftir til að hækka fóðurgildið, stönglar eru ekki merkilegt fóður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sláttuvélin (1000 rpm með knosara) var látin snúast á hálfum hraða til að koma í veg fyrir að byggið tapaðist niður í fósturjörðina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir dapurt sumar norðan heiða og seinþroska yrki, var komin ágæt fylling í byggið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lykilatriði í góðri stæðuverkun er mikil söxun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heilsæðið er sett á plast sem breitt er á jörðina, búið að jafna undir með sandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vagninn losaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stæðan jöfnuð og troðin með dráttarvél.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Búið að setja plastið yfir og fergja með dekkjum og ferböggum. Gerjunin tekur ca. 6 vikur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stubbarnir sem eftir standa, eftir því sem minni kröfur eru gerðar um fóðurstyrk, má taka meira af þeim með í heilsæðið. Ekki var hægt að sjá að mikið af korni hefði farið til spillis.