
Staðgreiðsla 2013 – Áramótavinnslur
07.01.2013
Ríkisskattstjóri hefur birt staðgreiðsluforsendur fyrir árið 2013 og þurfa þeir sem nota launakerfið í dkBúbót að setja þær inn. Skatthlutfall í staðgreiðslu er óbreytt en mörk þrepa hafa hækkað og eru:
37,32% af tekjum 0-241.475 kr.
40,22% af tekjum 241.476-739.509 kr.
46,22% af tekjum yfir 739.509 kr.
Persónuafsláttur hefur hækkað frá fyrra ári og er 48.485 kr. á mánuði eða 581.820 á ári
Frítekjumark barna er óbreytt 100.745 og hlutfallið 6%
Sjómannaafsláttur hefur lækkað í 246 kr. á dag
Lækkun staðgreiðslustofns er óbreyttur 6%
Tryggingargjald er 7,69% (8,34% af launum sjómanna)
Nánari upplýsingar má fá á vef Ríkisskattstjóra
Í dkBúbót eru staðgreiðsluupplýsingar færðar inn undir Laun – Uppsetning – Staðgreiðsluforsendur en tryggingargjaldið er fært inn undir Laun – Uppsetning – Launaár
Nánari upplýsingar um áramótavinnslur má fá hjá dk
/ Jóhanna Lind