Beint í efni

Staða á geymslurými búfjáráburðar á kúabúum

17.08.2021

Þessa dagana vinnur RML að verkefni sem snýr að því að fá yfirlit yfir stöðu geymslurýma og meðhöndlunar búfjáráburðar á kúabúum. Verkefnið er unnið fyrir stjórnvöld en það er einnig vilji búgreinarinnar að fá upplýsingar um hvort og þá hvaða tækifæri kunna að vera fólgin í bættri nýtingu búfjáráburðar og í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hauggeymslum.

Kúabændur mega því eiga von á símtali frá RML þar sem þeir verða spurðir út í atriði eins og tegund og rúmmál hauggeymslna, geymslurými í mánuðum o.s.frv. Niðurstöður verða ekki rekjanlegar til einstakra búa enda þessi könnun ekki hugsuð til annars en að fá heildaryfirsýn á stöðu þessara mála.