Beint í efni

SS staðgreiðir kýrnar

09.07.2002

Sláturfélag Suðurlands staðgreiðir nú kýr til slátrunar líkt og gert er hjá sláturhúsinu á Hellu. Ljóst má vera að töluverð samkeppni er nú komin upp meðal sláturleyfishafa um kýrnar og þess vart lengi að bíða að verðin fari einnig að taka mið af samkeppninni.