Beint í efni

SS ríður á vaðið með fyrstu verðskrárhækkun ársins 2023

10.02.2023

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði núna 6. Febrúar verðskrá sína til bænda í nautakjöti.  Nam hækkunin 2,5% á alla flokka, UN, K, KU, N og kálfa.  Þetta er fyrsta verðhækkun ársins 2023 sem að tilkynnt er til Nautgripadeildar Bændasamtakanna. 

Til viðbótar við þessa hækkun greiddi SS 5% sláturálag á alla innlagða gripi ársins 2022 þann 20. janúar sl. Í tilkynningu á vef SS í frétt af því tilefni segir enn fremur að:

 „Einnig var greidd 30 kr/kg viðbótargreiðsla á stórgripainnlegg september – desember 2022. Eingreiðsla, 30 kr/kg, vegna stórgripainnleggs janúar – ágúst var greidd  föstudaginn 23. september 2022

 Í heild hefur SS því að greitt tæpar 213 m.kr. ofan á allt afurðainnlegg ársins 2022 til bænda.

 Stefna félagsins er að greiða samkeppnishæft verð fyrir afurðainnlegg og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.“

 

Verðskráin hefur verið uppfærð á netinu, og má finna hér undir markaðsmál.