Beint í efni

SS reynir að kaupa upp samkeppnisaðila

25.11.2005

Samkvæmt heimildum LK hefur Sláturfélag Suðurlands (SS) látið hringja í bændur og aðra hluthafa í Sláturhúsinu á Hellu hf. síðustu tvo daga og lagt fram kauptilboð í hlutafé viðkomandi á genginu 1,4. Sama félag bauð í hlut Rangaárþings-Ytra nú í sumar helmingi hærra gengi eða 2,8 og samkvæmt heimildum LK hafa margir af eigendum hlutabréfa Sláturhússins

á Hellu hf. tekið tilboði SS fálega, enda á flestra vitorði hvaða tilboð SS lagði fram í sumar. Hluthafafundur í Sláturhúsinu á Hellu hf. verður í dag kl. 14 og kemur þá í ljós hvort SS hefur tekist ætlunarverk sitt, að ná tökum á Sláturhúsinu á Hellu hf., en mikil samkeppni hefur verið á milli þessara sláturhúsa á liðnum árum og barátta þeirra skilað kúabændum hærri verðum en þekkjast annarsstaðar á landinu.