Beint í efni

SS og Hella bjóða bestu kjörin

06.06.2011

Verðlistar sláturleyfishafa voru uppfærðir í dag. Samkvæmt þeim bjóða Sláturhúsið Hellu og SS áberandi betri kjör en aðrir sláturleyfishafar, svo nemur 4-5%. Í verðlíkani LK er tekið tillit til flokkunar og meðalþunga sláturgripa á tímabilinu 1. maí 2010 til 30. apríl 2011. Bið frá innleggsdegi að greiðsludegi er vaxtareiknuð að hálfu með stýrivöxtum SÍ og að hálfu með dráttarvöxtum þess sama banka./BHB 

Verðskrá sláturleyfishafa í júní 2011

Verðlíkan LK 6. júní 2011.